Skip to main content

Nú um áramótin verða stór tímamót þegar Plastgerð Suðurnesja (PS) í Reykjanesbæ mun sameinast Borgarplast hf., undir merkjum Borgarplast hf. PS á sér langa sögu en frá árinu 1965 hefur félagið framleitt húsaeinangrun og frá árinu 1969 hefur félagið framleitt kassa undir útflutning á ferskum fisk.

Sameining félaganna kemur til framkvæmda nú um áramótin. Þrátt fyrir þessar breytingar munu viðskiptavinir Borgarplast, aðrir en fyrrum viðskiptavinir PS, ekki finna fyrir neinum breytingum á þjónustu eða samskiptum við okkur, aðrar en þær að vöruframboð Borgarplast í frauðkössum mun aukast umtalsvert. Verksmiðja Borgarplast í Reykjanesbæ verður áfram rekin með óbreyttu sniði næstu mánuði og munu fyrrum stjórnendur PS áfram sjá um daglegan rekstur verksmiðjunnar.

Síðar á þessu árinu mun öll frauðframleiðsla félagsins verða sameinuð í nýju húsnæði að Grænásbraut í Reykjanesbæ. Nýtt húsnæði mun gefa félaginu færi á því að bæta framleiðsluferla sína, auka við sjálfvirkni og stórbæta vöruframboð og lausnir. Þessum breytingum er ætlað að bæta getu okkar til að veita viðskiptavinum okkar áfram framúrskarandi þjónustu og vörur á hagstæðum kjörum, sem er okkur mikið kappsmál.