Skip to main content

Nú eru liðnar rétt um tvær vikur síðan við kynntum Vortilboð okkar á heitum potti ásamt loki. Síðan þá erum við búin að fá margar heimsóknir að skoða pottinn og lokið í búðinni hjá okkur sem og fjöldan allan af fyrirspurnum bæði í gegnum síma og tölvupóst. Okkur langaði þess vegna að taka saman svörin við þeim spurningum sem við fáum mest.

 • Bjóðið þið upp á pípulagnir og hitastýringu?
  • Já það gerum við loksins. Pípupakkinn kostar 44.900 kr og hitastýring 56.900 kr.
 • Hvað kostar að fylla pottinn?
  • Við fengum þau svör frá Norðurorku að það kosti um 70 kr að fylla einn pott eins og okkar af 40°C heitu vatni.
 • Er hægt að setja ljós og nuddstúta á skelina?
  • Já það er hægt og í raun er fátt sem stoppar það hversu mikið af aukahlutum er hægt að bæta við. Kostir Polyethylene, sem er efnið sem potturinn er búinn til úr, er að það kvarnast ekki uppúr því svo að öll meðhöndlun er talsvert einfaldari.
 • Bjóðið þið upp á að senda út á land?
  • Já, við bjóðum upp á flutning með Flytjanda á sérstöku tilboðsverði. Leitið til sölumanna okkar til að spyrjast fyrir um það.
 • Getið þið smíðað grindina fyrir mig?
  • Já við getum það og við erum í augnablikinu að taka saman hvað það muni kosta. Efniskostnaður er áætlaður um 80.000 kr. Þó birt án ábyrgðar.
 • Hvað gildir tilboðið lengi?
  • Vortilboðið mun gilda til 1. maí 2022.

Lokin eru uppseld í augnablikinu en það er verið að framleiða þau á fullum krafti og við reiknum með að fá þau í búðina til okkar í þessari viku. Við hvetjum þó áhugasama að leggja inn pöntun fyrr en seinna til að fá nákvæma tímasetningu á hvenær við getum afhent bæði pottinn og lokið og að sama skapi að tryggja sér pott á þessu ótrúlega tilboði! Aðeins tæpur mánuður til stefnu. Sumarið er handan við hornið.