Skip to main content

Kaldir pottar

Við fáum daglega mikið af fyrirspurnum um kalda potta og við erum búin að vera í alls kyns pælingum um hvernig best væri að útfæra slíkt á sem hagkvæmastan hátt fyrir okkar viðskiptavini.

Nýverið kláruðum við að framleiða stóra pöntun fyrir erlendan markað af fiskikerjum, stærð 700. Þau voru í grænum lit og þegar við vorum búin að steypa þau þá prófuðum við að steypa eitt slíkt ker úr sama efni og Fjörugrái potturinn okkar. Þessi tilraun kom svona skemmtilega út svo við steyptum eitt lok úr sama efni.

Eins og sést á myndunum þá kemur þetta bara nokkuð vel út og sýnir að hægt er að græja svona með minni tilkostnaði. ATH að 700 kerið tekur 700 lítra af vatni og þess vegna er það kannski aðeins of stórt fyrir svona en gefur okkur allavega innsýn inn í hvað við getum gert og við getum steypt minni ker í þessum sama lit og potturinn.

Við erum með kalda kerið til sýnis við hliðina á pottinum okkar að Völuteig 31 og við strákarnir, Kristján og Marcelo, tökum vel á móti þér alla virka daga milli kl 8.00 og 16:00.