Við kynnum til leiks enn eina nýjungina hjá okkur. Vegna fjölda fyrirspurna um saltkistur í öðrum, látlausari lit en þessar gulu þá ákváðum við að framleiða nokkur stykki af steingráum saltkistum.
Kisturnar eru steyptar úr endurunnu hráefni sem féll til sem afskurður af heitum pottum og er því í sama lit og bæði heiti og kaldi potturinn okkar. Kistan mun sóma sér vel við hvaða húsnæði sem er en hugmyndin var að gera huggulegri kistur fyrir hús í einkaeigu eins og sumarhús, fjölbýlishús eða einbýli þar sem gott er að eiga annað hvort kistu fulla af salti eða hreinlega geymslukistu.
Við gerðum vatnsprófun á einni kistunni þar sem við úðuðum vatni yfir hana og á hana úr öllum áttum og líktum eftir því allra versta í íslensku veðri. Niðurstaðan var sú að kistan er um 99% vatnsheld en aðeins lak örlítið inn á einum stað. Eflaust er hægt að gera kisturnar alveg vatnsþéttar með því að setja einhvern gúmmílista í sílsinn á kistunni.
Við hlustum á viðskiptavini okkar og komum með lausnir við vandamálunum sem þeir bera á borð til okkar. Kistan lítur stórkostlega út þó við segjum sjálf frá. Kíkið við á Völuteig 31, hringið í síma 561-2211 eða sendið okkur póst á borgarplast@borgarplast.is til að fá frekari upplýsingar.