Skip to main content

Tryggvi E. Mathiesen nýr tæknistjóri Borgarplasts

Tryggvi E. Mathiesen hefur verið ráðinn tæknistjóri Borgarplasts. Tryggvi starfaði áður sem framleiðslustjóri hjá KeyNatura og SagaNatura. Tryggvi er með M.Sc. í Matvælafræði frá Háskóla Íslands og lagði stund á hátækniverkfræði við SDU í Sönderborg, Danmörku.

Tæknistjóri mun stýra framleiðslu í verksmiðjum Borgarplasts ásamt því að leiða framleiðsluþróun fyrirtækisins með áherslu á vöruþróun, nýsköpun, endurvinnslu og ábyrga nýtingu.

Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á árinu.

Borgarplast framleiðir fiskiker, frauðkassa fyrir ferskan fisk, húseinangrun og ýmsar fráveitulausnir á borð við olíuskiljur, brunna og rotþrær. Í Mosfellsbæ rekur Borgarplast hverfisteypu fyrir fráveitulausnir og fiskiker. Borgarplast er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi ásamt því að selja fiskiker til allra heimsálfa. Í Reykjanesbæ starfrækir fyrirtækið frauðverksmiðju.

Borgarplast leggur áherslu á að nota endurvinnanleg hráefni og hefur verið leiðandi framleiðandi á vörum sem ætlaðar eru til hreinsunar á frárennsli frá fyrirtækjum og heimilum. Félagið hefur þannig alla sína tíð lagt sitt á vogaskálarnar í umhverfisvernd og þjónustu við fyrirtæki sem þurfa að uppfylla lög og reglugerðir um hreinlæti og umhverfisvernd.