Slysin gera víst ekki boð á undan sér en nýverið varð óhapp á framkvæmdastað þar sem starfsmaður á gröfu rak skófluna í nýja olíuskilju sem búið var að setja niður.
Við fengum fyrirspurn um það hvort hægt væri að laga skiljuna og eftir samráð við plastsmiðinn okkar var ákveðið að grafa skiljuna upp og koma með hana til okkar hingað í Mosfellsbæ.
Þegar skiljan kom hingað söguðum við brotna hlutann af, tæmdum skiljuna af möl og sandi sem hafði komist inn í hana og suðum nýjan hluta framan á hana til að skipta út þeim brotna.
Frá því óhappið átti sér stað þar til búið var að sækja skiljuna aftur eftir viðgerð liðu 5 dagar svo það er óhætt að segja að þessu var snarlega kippt í liðinn.
Borgarplast hefur framleitt hinar ýmsu skiljur, olíuskiljur, fituskiljur, sandskiljur, rotþrær, í hinum ýmsu stærðum og útfærslum í yfir 30 ár við góðan orðstír. Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu samhliða gæðavörum. Sölumenn okkar eru alltaf boðnir og búnir að aðstoða við val á skiljum og veita góð ráð eins langt og þau ná. Við erum með plast verkstæði og getum aðstoðað ef eitthvað fer úrskeiðis eins og í þessu tilviki.
Hafðu samband við okkur í síma 561 2211 eða með tölvupósti á borgarplast@borgarplast.is til að spyrjast fyrir um vörur okkar.