Skip to main content

Útlitsgallaðar hitaveituskeljar á tilboði

Eftir júní 13, 2023Fréttir

Eins og gefur að skilja með framleiðslu þá getur ýmislegt farið úrskeiðis og þar sem við erum með mjög strangt gæðaeftirlit þá dæmum við sumar hitaveituskeljarnar okkar gallaðar þó aðeins sé um að ræða lítinn útlitsgalla.

Heitu pottarnir okkar hafa verið mjög vinsælir undanfarin ár og við framleitt hundruði potta og eigum þess vegna nokkra útlitsgallaðar hitaveituskeljar á lager. Nú ætlum við að bjóða þessar skeljar til sölu á mikið lækkuðu verði eða 139.900 kr. sem er 100.000 kr. afsláttur af ógölluðum skeljum.

Áhugasamir geta komið til okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ, skoðað, séð hvernig gallinn er og valið sér skel sem þeim líst best á. Eins og gefur að skilja fara þær skeljar sem eru minnst gallaðar fyrst og því er vissara að drífa sig að koma og skoða, velja, versla og njóta.