Skip to main content

Hvernig á að velja réttu rotþróna?

Eftir júní 14, 2023Fréttir

Við fáum reglulega fyrirspurnir um það hvernig á að velja réttu stærðina fyrir rotþró. Á vefsíðunni okkar má finna ítarlegar leiðbeiningar um allt sem viðkemur rotþróm, allt frá því að velja réttu stærðina til þess hvernig á að velja stað og setja hana niður.

Hér eru punktar um það hvernig maður ber sig að við að velja réttu stærðina.

  • Hvert er íbúagildið?

Íbúðagildið er sett saman af mesta meðaltalsfjölda þeirra sem dvelja í viðkomandi byggingu í einhvern tíma þó að lámarki einn mánuð á ári (mest notaða mánuðinn) margfaldað með notkunarstuðli sem upp er gefinn í töflu sem finna má á vefsíðunni okkar.

  • Dæmi um sumarbústað

Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um stærðir rotþróa eru þannig að minnsta rotþró fyrir sumarhús í einkaeign skal vera 2200 l og rotþró fyrir sumarhús í eigu félagasamtaka eða íbúðarhús skal vera minnst 3000 l.

Dæmi:

Sumarhús, þar sem að meðaltali dveljast stöðugt þrjár manneskjur (stundum fleiri, stundum enginn) mánuðina júní-júlí. R= 0,5 x 3 x 200 + 2000 = 2300 lítrar (sjá töflu á heimasíðunni okkar um íbúðagildið).

Aðalatriðið er þá að finna út íbúðagildið hverju sinni og beita þessari margföldun:

Rúmmál (R) rotþróar í lítrum = íbúðargildið x 200 lítrar + 2000.

Svo ber einnig að hafa í huga hvort mögulega séu fyrirhugaðar stækkanir eða auknum fjölda fólks sem dvelur í húsinu hverju sinni og reyna þá að velja frekar aðeins stærri en minni rotþró til að vera öruggur.

Ef við tökum dæmi um tilboðspakkana okkar á rotþróm þá kostar 2.300 l pakkinn okkar aðeins 309.900 kr. m/VSK en 2.800 l pakkinn aðeins 325.900 kr. m/VSK. Þarna munar ekki svo miklu í verði svo það gæti borgað sig upp á framtíðina að velja frekar stærri rotþróna en minni.

Sölufólk okkar aðstoðar að sjálfsögðu við val á réttri stærð en það er gott að vera aðeins búinn að skoða þessar tölur fyrirfram.