Skip to main content

Sterkir og meðfærilegir – Fyrir alla framkvæmdaaðila

Það er nokkuð ljóst að það verður brjálað að gera í malbikunarframkvæmdum í sumar bæði í einkaframkvæmdum og opinberum. Fréttir berast af stórkostlegu tjóni á bifreiðum vegna skemmda í malbiki og ljóst er að mikil þörf er á viðgerðum. Þar koma vegatálmarnir okkar sterkir inn til að stýra umferð frá akreinum sem verið er að laga, frá ákveðnum svæðum á bílastæðum eða hreinlega hvar sem þarf að stýra umferð.

Vegatálmarnir okkar eru framleiddir úr 100% Polyethylene og eru þess vegna endurvinnanlegir. Hægt er að festa þá saman á endunum og snúa þeim allt að 26° í læstri stöðu. Hægt er að koma fyrir blikkljósum eða öðrum öryggisbúnaði en einnig hægt að setja í þá leiðbeiningarskilti. Svo er sáraeinfalt að stafla þeim svo þeir taki sem minnsta plássið. Við framleiðum bæði hvíta og rauða vegatálma og bjóðum upp á viðgerðarþjónustu á þeim ef óhapp skyldi verða.

Vegatálmarnir eru léttir þegar þeir eru tómir og þess vegna eru þeir mjög meðfærilegir en hægt er að fylla þá af vatni til að þyngja þá og einfalt mál að losa vatnið út um afrennslisstút. Vegatálmarnir eru hannaðir til að vera á svæðum þar sem umferð er hæg eða frekar hæg og hafa verið mjög vinsælir hjá malbikunarstöðvum og öðrum verktökum sem neyðast til að stýra umferð, bæði akandi og gangandi, í kringum vinnusvæði sín. Samráð var haft við bæði Lögregluna sem og Vegagerðina við hönnun vegatálmanna.

Nú er daginn tekinn að lengja og við erum að hefja framleiðslu á vegatálmum Borgarplasts fyrir sumarið til að mæta þeirri aukinni eftirspurn sem verður er líða fer á vorið. Við hvetjum því alla sem þurfa að notfæra sér kosti vegatálma að vera í sambandi við okkur í síma 561 2211 eða á netfangið borgarplast@borgarplast.is og leggja inn pöntun fyrir sumarið.

Nánari upplýsingar um vegatálmana okkar má finna hér: https://borgarplast.is/heimili-fyrirtaeki-og-stofnanir/vegatalmar/