Undanfarið hafa köldu pottarnir okkar verið uppseldir þar sem okkur vantaði efni til að steypa þá. Þegar við settum köldu pottana á markað óraði okkur ekki fyrir vinsældum þeirra og höfðum hreinlega ekki gert ráð fyrir að þurfa svona mikið efni. En nú er efnið loksins komið til landsins og köldu pottarnir verða tilbúnir í þessari viku.
Við erum komin með langan biðlista eftir þeim og við munum hafa samband við alla sem eiga kaldan pott pantaðan um leið og þeir verða tilbúnir.
Köldu pottarnir okkar eru einfaldlega fiskiker sem við steypum úr Granite pottaefni sem er sama efnið og við notum í heitu pottana okkar. Snilldin við köldu pottana okkar er sú að öll hönnun og framleiðsla á fiskikerjunum hentar einstaklega vel til notkunar sem kaldur pottur. Áferðin á kerinu er alveg slétt og öll horn rúnuð svo bakteríur hafi hvergi stað til að safnast saman og að sama skapi er kerið einstaklega auðvelt að þrífa.
Kerið er úr Polyethylene plasti sem er með vörn gegn útfjólubláum geislum sem kemur í veg fyrir að það upplitist. Inní veggjum kersins er einangrun úr Polyurethan (PUR) sem veitir einstaklega góða einangrun svo vatnið haldist kalt á sumrin og frjósi síður á veturna. Við gerðum tilraun til að sjá hversu öflug einangrun með Polyurethan er í samanburði við annars konar einangrun (PE). Hér má sjá stutt myndband sem sýnir hvernig þessi tilraun kom út:
Eins og sjá má í myndbandinu þá var ennþá ís í Polyurethan kerinu eftir 16 daga á meðan allur ís var löngu bráðnaður í hinu kerinu. Að sama skapi ver einangrunin fyrir utanaðkomandi kulda og því óhætt að hafa vatn í kerinu allt árið um kring. Á Instagram síðu Árna Björns Kristjánssonar fasteignasala og vaxtaræktarmanns má sjá skemmtilegt myndband þegar hann brýtur ísinn af vatninu í kerinu áður en hann skellir sér í pottinn. Myndbandið má sjá HÉR!
Þarna er reyndar óvenju þykkur ís í kerinu en mjög kalt var í veðri á þessum tíma í vetur. Árni leysir þetta mál með glæsibrag og dýfir sér svo í jökulkalt vatnið.
Köldu pottarnir eru á skíðum þannig að þeir standa sjálfir og óþarfi að byggja neitt undir þá eða utan um en einfalt mál að klæða þá ef fólk vill. Passa verður samt að gata þá ekki því þá kemst vatn inn í einangrunina. Ef óhöpp verða og það kemur gat á einangrunina þá er hægt að koma með þá til okkar og við lögum. Þar sem þeir eru frístandandi þá er einfalt mál að færa þá til og jafnvel hægt að taka þá með í frí ef fólk vill kæla á ferðalagi.
Köldu pottarnir eru einstaklega endingargóðir og við vitum það einfaldlega vegna þess að við vitum hversu endingargóð fiskikerin okkar eru. Sem dæmi má nefna að við heimsóttum fiskverkun á Snæfellsnesi nýverið og þar er enn verið að nota fiskiker sem þau keyptu af okkur árið 1992. Semsagt, 32 ár í fullri notkun í fiskverkun og þau eru enn í toppstandi. Sem þýðir einfaldlega að fiskiker sem stendur á pallinum með köldu vatni er nánast ódrepandi. Við gerðum einmitt aðra tilraun til að kanna hversu mikið við gætum lagt á fiskikerin okkar og bárum saman þessar tvær gerðir af kerjum PUR og PE. Gerðum stutt myndband til að sýna hvernig kerin stóðu sig undir álagi sem má sjá hér fyrir neðan:
Ef þú vilt tryggja þér kaldan pott fyrir sumarið fylltu þá út formið hér fyrir neðan og við munum hafa samband þegar pottarnir eru klárir.