Skip to main content
All Posts By

Matthías Matthíasson

Íslensk veiðarfæri í Afríku

Eftir Fréttir

Borgarplast hefur verið að framleiða toghlera úr plasti fyrir íslenska fyrirtækið Pólar sem hefur þróað þá úr plasti sem ætlað er að leysa af hólmi hina óhagkvæmu tréhlera.

Í sjónvarpsfréttum RÚV var fjallaði um verkefnið þar sem segir meðal annars frá því hvernig fyrirtækið hefur nýtt sér hringrásarhagkerfið. Hlerarnir sem Borgarplast smíðar hér heima eru unnir úr plasti frá Danmörku sem að hluta til kemur úr íslenskum fiskinetum.

Fjallað um verkefnið í sjónvarpsfréttum RÚV og á ruv.is:

skjákot frá ruv.is

Matthías nýr framkvæmdastjóri Borgarplasts

Eftir Fréttir

Matth­ías Matth­ías­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Borgarplasts.

Í til­kynn­ingu seg­ir að með ráðning­unni sé stefnt að því að byggja ofan á þær traustu stoðir sem Guðbrand­ur Sig­urðsson, frá­far­andi fram­kvæmda­stjóri, hafi lagt grunn­inn að.

Einnig seg­ir að nýr fram­kvæmda­stjóri muni leggja sér­staka áherslu á sölu og út­flutn­ing en Matth­ías búi yfir mik­illi reynslu á því sviði. Á ár­un­um 2009-2020 starfaði hann sem fram­kvæmda­stjóri flutn­inga­sviðs hjá Eim­skip.

Á ár­un­um 2004-2009 var hann fram­kvæmda­stjóri Kom­atsu í Dan­mörku og þar áður starfaði hann sem fram­kvæmda­stjóri Eim­skips í Englandi.

Borgarplast fram­leiðir fiskikör og frauðkassa fyr­ir fersk­an fisk, frauðein­angr­un og ýms­ar frá­veitu­lausn­ir á borð við brunna, ol­íu­skilj­ur og rotþrær. Í Mos­fells­bæ rek­ur Borgarplast hverfisteypu fyr­ir fiskikör og er stærsti söluaðili ein­angraðra fiskik­ara á Íslandi ásamt því að selja fiskikör til allra heims­álfa. Í Reykja­nes­bæ starf­ræk­ir fyr­ir­tækið frauðverk­smiðju með um­tals­verða fram­leiðslu­getu.