Skip to main content

Eins og fram hefur komið í fréttum braust út eldur í geymslu við verksmiðju Borgarplasts að Ásbrú í Reykjanesbæ í gær. Verksmiðjan að Ásbrú framleiðir eingöngu einangrun og kassa úr frauðplasti.

Slökkvilið var kallað út og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Sem betur fer sakaði engan en ljóst er að eitthvað eignatjón hefur orðið. Hér fyrir neðan er tilkynning frá Borgarplasti sem send var okkar föstu viðskiptavinum.

Tilkynning til viðskiptavina

Kæri viðskiptavinur,

Eins og þú hefur kannski séð í fréttum eða frétt af þá kviknaði eldur í geymsluhúsnæði sem stendur við hlið verksmiðju okkar í gær.  Greiðlega gekk að slökkva eldinn og allir sluppu ómeiddir og um óverulegt tjón er að ræða.  Óhjákvæmilega barst smávægilegur reykur inn í verksmiðjuna en var hún strax reykræst og gekk það vel þar sem við erum með mjög öflugan loftræstibúnað í verksmiðjunni.

Eins og þið vitið er frágangurinn á pallettunum frá okkur þannig að kössunum er staflað þannig að þeir eru lokaðir á pallettunum og svo eru allar pallettur vel plastaðar með lokun bæði á toppi og botni einnig. Við höfum núna í morgunsárið tekið prufur og höfum ekki fundið neina lykt innan úr kössum sem voru á lager en við viljum upplýsa ykkur um þetta og biðja ykkur um að vera á varðbergi ef þið finnið lykt af einhverjum kössum frá okkur þá tökum við þá að sjálfsögðu tilbaka.

Með von um skilning og áframhaldandi gott samstarf,

Starfsfólk Borgarplasts