Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Gallaðar hitaveituskeljar – enn nokkrar til

Eftir Fréttir

Um miðjan júní auglýstum við til sölu gallaðar hitaveituskeljar á mikið lækkuðu verði. Það er óhætt að segja að viðbrögðin létu ekki á sér standa og strax fyrstu vikuna seldist bróðurparturinn af gölluðu skeljunum sem við áttum á lager. Nú mánuði seinna er enn fólk að koma og skoða og kaupa en við eigum þó enn nokkrar skeljar eftir á lager.

Gölluðu skeljarnar kosta 139.900 kr og þegar við erum búin að gera eins og við getum til að laga gallana er í flestum tilfellum varla einu sinni hægt að sjá að skelin sé gölluð.

Ef þú vilt tryggja þér hitaveituskel á mikið lækkuðu verði og þér er sama þó hún sé lítillega gölluð, kíktu þá við á Völuteig 31 í Mosfellsbæ og skoðaðu þessar sem við eigum ennþá. Við tökum vel á móti þér og alltaf heitt á könnunni.

Hvernig á að velja réttu rotþróna?

Eftir Fréttir

Við fáum reglulega fyrirspurnir um það hvernig á að velja réttu stærðina fyrir rotþró. Á vefsíðunni okkar má finna ítarlegar leiðbeiningar um allt sem viðkemur rotþróm, allt frá því að velja réttu stærðina til þess hvernig á að velja stað og setja hana niður.

Hér eru punktar um það hvernig maður ber sig að við að velja réttu stærðina.

  • Hvert er íbúagildið?

Íbúðagildið er sett saman af mesta meðaltalsfjölda þeirra sem dvelja í viðkomandi byggingu í einhvern tíma þó að lámarki einn mánuð á ári (mest notaða mánuðinn) margfaldað með notkunarstuðli sem upp er gefinn í töflu sem finna má á vefsíðunni okkar.

  • Dæmi um sumarbústað

Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um stærðir rotþróa eru þannig að minnsta rotþró fyrir sumarhús í einkaeign skal vera 2200 l og rotþró fyrir sumarhús í eigu félagasamtaka eða íbúðarhús skal vera minnst 3000 l.

Dæmi:

Sumarhús, þar sem að meðaltali dveljast stöðugt þrjár manneskjur (stundum fleiri, stundum enginn) mánuðina júní-júlí. R= 0,5 x 3 x 200 + 2000 = 2300 lítrar (sjá töflu á heimasíðunni okkar um íbúðagildið).

Aðalatriðið er þá að finna út íbúðagildið hverju sinni og beita þessari margföldun:

Rúmmál (R) rotþróar í lítrum = íbúðargildið x 200 lítrar + 2000.

Svo ber einnig að hafa í huga hvort mögulega séu fyrirhugaðar stækkanir eða auknum fjölda fólks sem dvelur í húsinu hverju sinni og reyna þá að velja frekar aðeins stærri en minni rotþró til að vera öruggur.

Ef við tökum dæmi um tilboðspakkana okkar á rotþróm þá kostar 2.300 l pakkinn okkar aðeins 309.900 kr. m/VSK en 2.800 l pakkinn aðeins 325.900 kr. m/VSK. Þarna munar ekki svo miklu í verði svo það gæti borgað sig upp á framtíðina að velja frekar stærri rotþróna en minni.

Sölufólk okkar aðstoðar að sjálfsögðu við val á réttri stærð en það er gott að vera aðeins búinn að skoða þessar tölur fyrirfram.

Útlitsgallaðar hitaveituskeljar á tilboði

Eftir Fréttir

Eins og gefur að skilja með framleiðslu þá getur ýmislegt farið úrskeiðis og þar sem við erum með mjög strangt gæðaeftirlit þá dæmum við sumar hitaveituskeljarnar okkar gallaðar þó aðeins sé um að ræða lítinn útlitsgalla.

Heitu pottarnir okkar hafa verið mjög vinsælir undanfarin ár og við framleitt hundruði potta og eigum þess vegna nokkra útlitsgallaðar hitaveituskeljar á lager. Nú ætlum við að bjóða þessar skeljar til sölu á mikið lækkuðu verði eða 139.900 kr. sem er 100.000 kr. afsláttur af ógölluðum skeljum.

Áhugasamir geta komið til okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ, skoðað, séð hvernig gallinn er og valið sér skel sem þeim líst best á. Eins og gefur að skilja fara þær skeljar sem eru minnst gallaðar fyrst og því er vissara að drífa sig að koma og skoða, velja, versla og njóta.

Rotþrær og aðrar fráveituvörur

Eftir Fréttir

Borgarplast hefur í 40 ár framleitt rotþrær og aðrar fráveituvörur úr Polyethylene plasti við góðan orðstír. Við framleiðum fráveitubrunna í þremur stærðum, 400mm, 600mm og 1000mm og framlengingar á þá. Við bjóðum upp á brunna sem þola þungaumferð en einnig brunna sem ekki eru ætlaðir til að þola umferð.

Við smíðum líka rotþrær og höfum undanfarin ár boðið tilboðspakka á þessum vinsælustu stærðum af rotþróm, 2.300l, 2.800l og 3.200l. Pakkinn inniheldur rotþróna sjálfa, þrjá útloftunarstúta og siturlagnasett. Settið inniheldur öll rör, beygjur, samtengingar og jarðvegsdúk til að nota með settinu.

Tilboðspakkarnir kosta:

2.300 lítra: 309.900 kr. m/VSK

2.800 lítra: 325.900 kr. m/VSK

3.200 litra: 390.900 kr. m/VSK

Aðrar fráveituvörur

Við framleiðum líka hina ýmsu tanka og geyma, lindarbrunna, olíuskiljur, fituskiljur, sandskiljur, sandföng og margt fleira.

Heyrið endilega í sölufólki okkar í síma 561-2211 eða með tölvupósti á borgarplast@borgarplast.is og við ráðleggjum um bestu lausnirnar fyrir þig.

Síðustu dagar Vortilboðsins

Eftir Fréttir

Við höfum boðið upp á Vortilboð á heitum pottum það sem af er vorinu en nú er stutt eftir af tilboðinu sem stendur til 1. júní. Tilboðið er fyrir hitaveituskel (heitan pott) og lok á pottinn á aðeins 299.900 kr. (fullt verð 359.800 kr.).

Heiti potturinn okkar hefur verið mjög vinsæll undanfarin ár þar sem hann er einfaldur, djúpur og sterkur. Við smíðum hann úr Polyethylene plasti sem kvarnast ekki úr, upplitast ekki og þolir vel veður og vind. Mjög einfalt er að bora út göt fyrir ljósum, nuddstútum eða hverju sem fólk vill hafa í pottinum eða hreinlega hafa hann bara einfaldan með inn/úrtaki og yfirfalli.

Við bjóðum einnig upp á einfaldan pípupakka með handvirkum kúluloka og einfalda hitastýringu. Leitið tilboða hjá okkur í allan pakkann og við gerum eitthvað gott fyrir ykkur.

kristjan@borgarplast.is eða í síma 561-2211

Frekari upplýsingar hér: https://borgarplast.is/heitirpottar/

Sjávarútvegssýningin í Barcelona

Eftir Fréttir

Stærsta sjávarútvegs/sjávarfangs sýning heims er haldin árlega í Barcelona og við í Borgarplasti erum þar með bás á hverju ári. Sýningin í ár var haldin dagana 25. – 27. apríl og er því nýlokið þegar þetta er skrifað. Í alla staði var vel að sýningunni staðið og fjöldinn allur af sýnendum frá mörgum mismunandi löndum mættir til að kynna vörur sínar. Ísland var mjög áberandi á sýningunni enda erum við sjávarútvegsþjóð.

Við vorum á sýningunni að kynna einangruð fiskiker sem við höfum framleitt fyrir m.a. sjávarútveginn í tugi ára. Kerin fengu verðskuldaða athygli og í kjölfar sýningarinnar höfum við sent tilboð í ker víða um heim, alla leiðina til Indlands þar sem fiskeldi er í miklum vexti.

Við fengum líka góða heimsókn á básinn okkar þegar matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kíkti við og spjallaði við Matthías Matthíasson framkvæmdastjóra Borgarplasts. Að öllu óbreyttu verður sýningin haldin að ári og við erum þegar búin að bóka básinn okkar að ári.

Gleðilegt sumar

Eftir Fréttir

Sumarið er tíminn. Það er komið að sumardeginum fyrsta og hefst þá íslenska sumarið opinberlega. Við fögnum þessu að sjálfsögðu og óskum landsmönnum öllum gleðilegs sumars.

Fyrir mörgum er sumarið tími framkvæmda og eflaust einhverjir sem eru að skipuleggja pallasmíði í sumar. Við minnum þá á Vortilboð á heitum pottum, aðeins 299.900 kr. fyrir hitaveituskel ásamt sérsmíðuðu loki. Sjá hér: https://borgarplast.is/heitirpottar/

Fyrir þá sem eru að stússast í sumarbústaðnum, annað hvort að byggja sumarbústað eða gera endurbætur, minnum við á pakkatilboðin okkar á rotþróm. Hér má sjá stærðir og verð: https://borgarplast.is/byggingaridnadur/rotthraer/

Við óskum ykkur velgengni í framkvæmdum sumarsins og vonum að þið njótið sumarsins. Við krossum líka fingur að við fáum einu sinni almennilegt veður.

Köldu pottarnir komnir á lager

Eftir Fréttir

Köldu pottarnir okkar sem seldust upp á dögunum eru nú komnir aftur. Ekki nóg með það heldur bjóðum við nú einnig upp á örlítið minni stærð í takmörkuðu upplagi.

Þessi hefðbundna stærð sem við höfum verið að vinna með er svokallað 660 ker sem er að utanmáli 75 x 103 x 122 cm. Nú bjóðum við einnig upp á svokallað 450 ker sem er að utanmáli 69 x 81 x 117 cm. Hægt er að sjá meira um kerin með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:

660 PUR einangrað ker

450 PUR einangrað ker

Stærri potturinn kostar 99.900 kr. með loki en nýja kerið sem er minna kostar 89.900 kr. með loki.

Bæði ker eru til sýnis í búðinni okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ.

Páskar 2023

Eftir Fréttir

Starfsfólk Borgarplasts óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska. Við vonum að þið njótið frídaganna í faðmi vina og fjölskyldu.

Það er vor í lofti, dagarnir lengjast og ekki seinna vænna en að huga að vorverkunum. Við minnum á pakkatilboðin okkar á rotþróm og Vortilboð okkar á heitum pottum.

Heitir Pottar á Tilboði

Eftir Fréttir

Nú eru aðeins nokkrir dagar til Páska og aðeins fleiri dagar í Sumardaginn fyrsta. Það er því alveg ljóst að það er komið vor og við erum farin af stað með Vortilboð á Heitum Pottum.

Tilboðið samanstendur af hitaveituskel Borgarplasts og sérsmíðuðu loki á þá skel. Tilboðið kostar 299.900,- en fullt verð er 357.800 kr.

Við bjóðum einnig upp á pípupakka til að tengja pottinn, hitastýringu, grind undir pottinn og kaldan pott í sama gráa lit og fjörugráa skelin. Hafið samband við sölufólk okkar í síma 561-2211, á borgarplat@borgarplast.is eða kíkið á okkur og sjáið uppsettan pott á palli að Völuteig 31 í Mosfellsbæ.

 

Skoðaðu tilboðið, lokin, málin, teikningarnar og litina á heimasíðunni okkar: https://borgarplast.is/heitirpottar/