Skip to main content

Tilgangur rotþróa er að hlífa umhverfinu fyrir mengun. Affallsvatn úr húsum fer þá í rotþróna þar sem efni sem eru föst í sér falla til botns og vatn og fastefni skilst frá hvoru öðru. Svo fer vatnið áfram yfir í tvö hólf til viðbótar og hreinsar vatnið enn frekar svo aðeins vatn fari út úr rotþrónni.

Vatnið fer svo í siturlögn sem dreifir vatninu um 10 fermetra svæði þannig að jarðvegur taki vel við og það dreifist um stærra svæði. Rotþrær virka því sem umhverfisvernd en við bjóðum aðeins betur en það. Allar rotþrær Borgarplasts eru 100% endurvinnanlegar þannig að þegar þær hafa þjónað tilgangi sínum eftir tugi ári þá er hægt að endurvinna plastið úr þeim 100%.

Við bjóðum meira að segja enn betur en það. Fyrir rúmu ári síðan fjárfestum við í vél sem kurlar allt afgangsplast og gerir það að dufti sem við síðan notum að hluta til við framleiðsluna á rotþrónum okkar. Þannig að við notum endurunnið efni í 100% endurvinnanlega vöru sem verður svo grafin í jörðu til að þjóna umhverfisvernd í tugi ára.

Rotþrærnar okkar eru allar framleiddar á Íslandi, nánar tiltekið í Mosfellsbænum, eru íslensk hönnun sem staðist hefur tímans tönn og alltaf staðið fyrir sínu. Þær treysta ekki á flókinn tækjabúnað heldur eru þær 100% Polyethylene plast í gegn. Ekkert rafmagn, enginn mótor eða neitt slíkt sem getur bilað bara æðislegur einfaldleiki sem hefur virkað í tugi ára og mun virka um komandi áratugi.

Veljum vistvæna íslenska framleiðslu í rotþróm frá Borgarplasti.