Skip to main content

Vegatálmar úr plasti

Eftir desember 5, 2023Fréttir

Borgarplast er yfir 50 ára gamalt fyrirtæki og í gegnum tíðina höfum við sett á markað hinar ýmsu vörur úr plasti. Fyrir rúmum 20 árum síðan byrjuðum við að framleiða vegatálma úr plasti sem voru hannaðir í samráði við Vegagerðina sérstaklega til að stýra umferð þar sem búið var að draga úr ökuhraða.

Vegatálmarnir eru ekki nema 24 kg að þyngd þegar þeir eru tómir en eru hannaðir þannig að auðvelt er að fylla þá t.d. með vatni til að þyngja þá. Þeir taka allt að 330 lítra af vatni og eru þá orðnir 354 kg fullir. Hægt er að tengja þá saman og snúa í allt að 26° í læstri stöðu. Þannig er t.d. hægt að tengja margar saman og nóg að fylla annan eða þriðja hvern með vatni til að halda keðjunni saman og koma í veg fyrir að hún fjúki eða færist.

Vegatálmarnir staflast vel hvor ofan á annan í geymslu og því einstaklega meðfærilegir og þægilegir í geymslu og umgengni. Hægt er að koma fyrir viðvörunarljósum í vegatálmunum og við eigum slík ljós til á lager sé þeirra óskað.

Við höfum hingað til framleitt mest af rauðum og hvítum tálmum en við getum boðið upp á fleiri liti og m.a. eru til sýnis gulur og blár í sýningarsal okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ.

Vegatálmarnir henta einstaklega vel til að stýra umferð eða loka fyrir umferð, hvort sem er fótgangandi eða akandi. Þeir eru léttir og þægilegir í meðförum, auðveldir í geymslu og fara betur með lakk á bílum sem óvart er ekið utan í þá. Heyrið endilega í sölumönnum okkar og fáið tilboð í vegatálma fyrir ykkar fyrirtæki eða stofnun, við tökum alltaf vel á móti ykkur.

Senda fyrirspurn vegna vegatálma