Skip to main content

Vörubretti úr plasti fyrir matvæla- og lyfjaiðnað

Eftir október 16, 2023Fréttir

Borgarplast hefur frá árinu 1983 framleitt vörubretti úr plasti sem henta einstaklega vel þar sem gerðar eru miklar kröfur um hreinlæti. Brettin eru gerð úr Polyethylene plasti sem samþykkt er til matvælaframleiðslu og henta því einstaklega vel fyrir matvæla- og lyfjaiðnaðinn.

Við bjóðum upp á mismunandi stærðir og gerðir af brettum sem henta þá mismunandi verkefnum. Brettin eru sérstaklega hugsuð fyrir matvæla- og lyfjafyrirtæki þar sem gerðar eru strangar kröfur um hreinlæti. Brettin þola allt að 1.000 kg burð ef þau standa á sléttum flöt en 300 kg í hillum. Plastbrettin hafa mjög langan endingartíma sé vel farið með þau og staflast vel hvert ofan á annað. Við höfum lækkað verð á plastbrettunum okkar og bjóðum nú aukalega 20% afslátt af brettunum til áramóta. Sjá verðskrá hér fyrir neðan.

Frekari upplýsingar um plastbretti Borgarplasts hér: https://borgarplast.is/sjavarutvegur/vorubretti/

Pantanir og fyrirspurnir:

Sími: 561-2211
Tölvupóstur: borgarplast@borgarplast.is

Verðskrá Vörubretta úr plasti

*Gildir til 31. desember 2023