Um miðjan júní auglýstum við til sölu gallaðar hitaveituskeljar á mikið lækkuðu verði. Það er óhætt að segja að viðbrögðin létu ekki á sér standa og strax fyrstu vikuna seldist bróðurparturinn af gölluðu skeljunum sem við áttum á lager. Nú mánuði seinna er enn fólk að koma og skoða og kaupa en við eigum þó enn nokkrar skeljar eftir á lager.
Gölluðu skeljarnar kosta 139.900 kr og þegar við erum búin að gera eins og við getum til að laga gallana er í flestum tilfellum varla einu sinni hægt að sjá að skelin sé gölluð.
Ef þú vilt tryggja þér hitaveituskel á mikið lækkuðu verði og þér er sama þó hún sé lítillega gölluð, kíktu þá við á Völuteig 31 í Mosfellsbæ og skoðaðu þessar sem við eigum ennþá. Við tökum vel á móti þér og alltaf heitt á könnunni.