Árið 1988 fékk Borgarplast hæfnisviðurkenningu frá Hollustuvernd ríkisins (nú Umhverfisstofnun) fyrir framleiðslu á rotþróm. Rotþrær Borgarplasts eru framleiddar úr Polyethylene sem er mjög sterkt og endingargott plastefni og hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Polyethylene inniheldur engin eiturefni og því er efnið viðurkennt til notkunar m.a. í ílát sem geyma matvæli. Í rauninni er það þannig að vegna þess að í verksmiðju Borgarplasts eru einmitt framleidd ílát undir matvæli þá er allt ferlið og öll verksmiðjan vottuð fyrir það ferli. Þannig mætti segja að meira að segja rotþrærnar myndu að öllum líkindum verða samþykktar til notkunar í matvælaiðnaðinn ef sóst væri eftir því. En það er annað mál.
Hönnun rotþrónna okkar er þannig að þær eru langar og mjóar en ef aðstæður kalla eftir því þá getum við smíðað þær stuttar og belgmiklar. Fyrir hönnun okkar eru aðallega tvær ástæður. Annars vegar sú að tilgangur rotþróa er að hægja á fráveituvatninu í gegnum þróna og gefa möguleika á viðskilnaði vatnsins og hinna ýmsu efna í fráveituvatninu. Föstu og þyngri efnin falla til botns, en léttari efnin fljóta á yfirborðinu (t.d. fita) og mynda skán sem oft harðnar. Lengri þró er því betri en stutt, vegna þess að þar fá föstu efnin lengri tíma til að skilja sig frá vatninu og þannig minnkar einnig líkur á að siturlögn stíflist.
Hins vegar er ástæða hönnunar okkar sú að víða á Íslandi er stutt niður í hæstu grunnvatnsstöðu og forðast skal að staðsetja rotþró þar sem hæsta grunnvatnsstaða nær til hennar eða umlykur hana. Slíkt getur valdið alls kyns vandamálum og því er víða á Íslandi sem aðstæður hreinlega krefjast þess að rotþróin sé löng og mjó.
Eins og áður segir hafa rotþrær Borgarplasts verið viðurkenndar og notaðar á Íslandi síðan 1988 eða í 36 ár. Þær eru einfaldar í virkni og ef fagmenn eru notaðir til að koma þeim fyrir eru þær að mestu viðhaldslausar ef frá er talin tæming. Þær bara virka og ef rétt er staðið að öllum þáttum frá upphafi þá eru vandamál eins og lykt frá siturlögn ekki til staðar. Þess vegna mælum við alltaf með að fólk kynni sér öll mál og fái aðstoð frá fagfólki við að setja rotþrær í jörð.
En tímarnir breytast og mennirnir með. Tækninni fleytir fram og sífellt koma nýjar lausnir á markað. Sumar stoppa stutt við þar sem íslenskar aðstæður eru algjörlega sérstakar á heimsvísu og sumar innfluttar lausnir ekki hannaðar eða gerðar fyrir íslenskar aðstæður. En svo eru líka aðstæður þar sem t.d. siturlagnir eru ekki í boði og því þarf að leita annarra lausna. Og þar er ýmislegt í boði.
Við hjá Borgarplasti bjóðum upp á hinar ýmsu stærðir af rotþróm og við tökum einnig að okkur að sérsmíða rotþrær fyrir sérstakar aðstæður. Sölumenn okkar ráðleggja við val á réttri stærð en við bendum áhugasömum á að lesa sér til um rotþrær og frágang þeirra HÉR.
Við höfum tekið saman sérstaka tilboðspakka fyrir algengustu stærðir rotþróa og hægt er að lesa frekar til um pakkana með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.
2.300 lítra rotþró með siturlagnasetti
2.800 lítra rotþró með siturlagnasetti
3.200 lítra rotþró með siturlagnasetti
Hafið endilega samband við sölumenn okkar með því að senda skilaboð í gegnum fyrirspurnarformið hér fyrir neðan eða með þvi að hringja í síma 561-2211 og fáið okkur til að ráðleggja um val á rotþró fyrir vorið.