Skip to main content
All Posts By

Borgarplast

Meira um Vortilboð á heitum pottum

Eftir Fréttir

Nú eru liðnar rétt um tvær vikur síðan við kynntum Vortilboð okkar á heitum potti ásamt loki. Síðan þá erum við búin að fá margar heimsóknir að skoða pottinn og lokið í búðinni hjá okkur sem og fjöldan allan af fyrirspurnum bæði í gegnum síma og tölvupóst. Okkur langaði þess vegna að taka saman svörin við þeim spurningum sem við fáum mest.

  • Bjóðið þið upp á pípulagnir og hitastýringu?
    • Já það gerum við loksins. Pípupakkinn kostar 44.900 kr og hitastýring 56.900 kr.
  • Hvað kostar að fylla pottinn?
    • Við fengum þau svör frá Norðurorku að það kosti um 70 kr að fylla einn pott eins og okkar af 40°C heitu vatni.
  • Er hægt að setja ljós og nuddstúta á skelina?
    • Já það er hægt og í raun er fátt sem stoppar það hversu mikið af aukahlutum er hægt að bæta við. Kostir Polyethylene, sem er efnið sem potturinn er búinn til úr, er að það kvarnast ekki uppúr því svo að öll meðhöndlun er talsvert einfaldari.
  • Bjóðið þið upp á að senda út á land?
    • Já, við bjóðum upp á flutning með Flytjanda á sérstöku tilboðsverði. Leitið til sölumanna okkar til að spyrjast fyrir um það.
  • Getið þið smíðað grindina fyrir mig?
    • Já við getum það og við erum í augnablikinu að taka saman hvað það muni kosta. Efniskostnaður er áætlaður um 80.000 kr. Þó birt án ábyrgðar.
  • Hvað gildir tilboðið lengi?
    • Vortilboðið mun gilda til 1. maí 2022.

Lokin eru uppseld í augnablikinu en það er verið að framleiða þau á fullum krafti og við reiknum með að fá þau í búðina til okkar í þessari viku. Við hvetjum þó áhugasama að leggja inn pöntun fyrr en seinna til að fá nákvæma tímasetningu á hvenær við getum afhent bæði pottinn og lokið og að sama skapi að tryggja sér pott á þessu ótrúlega tilboði! Aðeins tæpur mánuður til stefnu. Sumarið er handan við hornið.

Rotþrær á sérstöku tilboði

Eftir Fréttir

Borgarplast hefur um áratugaskeið framleitt og selt rotþrær til einstaklinga, fyrirtækja, bænda og stofnana. Rotþrærnar okkar hafa sannað gildi sitt og gæði í allan þennan tíma og við leggjum mikla áherslu á að framleiða gæðavörur því enginn vill lenda í veseni með rotþróna sína.

Okkar vinsælustu rotþrær hafa verið þær sem fara niður við sumarbústaði eða í stæðrum frá 2.300 lítra og upp í 3.200 lítra en við getum framleitt allt upp í risastórar 25.000 lítra rotþrær eða allt niður i 1.500 lítra.

Þegar verið er að vinna með rotþrær er í mörg horn að líta og til að auðvelda viðskiptavinum okkar lífið þá höfum við tekið saman tækniupplýsingar um rotþrær sem hægt er að hlaða niður sem PDF skjali HÉR!

Og til þess að einfalda viðskiptavinum okkar lífið enn frekar bjóðum við nú okkar þrjár vinsælustu stærðir sem pakkatilboð þar sem innifalið er rotþróin sjálf, þrír öndunarstútar og siturlagnasett.

Rotþró 2.300l með siturlagnasetti nr. 4 og 3 öndunarstútar 262.900 kr. m/vsk

Rotþró 2.800l með siturlagnasetti nr. 4 og 3 öndunarstútar 272.800 kr. m/vsk

Rotþró 3.200l með siturlagnasetti nr. 2 og 3 öndunarstútar 298.800 kr. m/vsk

Allar frekari upplýsingar um rotþær okkar má sjá hér: https://borgarplast.is/byggingaridnadur/rotthraer/

Kíktu endilega í heimsókn, hafðu samband í síma 561-2211 eða með tölvupósti og við aðstoðum með glöðu geði með val á réttri rotþró fyrir þig.

Heitir Pottar á sjóðheitu tilboði!

Eftir Fréttir

Heitur pottur og lok á tilboði – aðeins 249.900 kr.

Borgarplast hefur um árabil framleitt hitaveituskeljar í verksmiðju okkar að Völuteig í Mosfellsbæ. Við notum 100% Polyethylene (PE) í skeljarnar sem gerir þá sterka, endingargóða og 100% endurvinnanlega. Kostir þess að nota hitaveituskeljar úr PE eru ótvíræðir. Ekki kvarnast ytri húð af skelinni við högg frá þungum hlutum þar sem engin auka húð er á skelinni, auðvelt er að þrífa skelina, skelin þolir sólarálag vel og upplýsist því síður. Þar sem potturinn er úr gegnheilu PE án sérstakrar húðunar er hann auðveldur í allri vinnslu vilji fólk sérútbúa hann með stútum, ljósum og öðrum aukahlutum án þess eiga á hættu á því að breytingar skemmi skelina.

Nýverið hófum við samstarf við íslenskt fyrirtæki um framleiðslu á lokum fyrir heitu pottana okkar. Það samstarf hefur nú borið ávöxt og við erum stolt að bjóða sérhönnuð lok á heitu pottana okkar. Ekki skemmir fyrir að við framleiðum sjálf einangrunarplastið, sem notað er í lokin, í frauðplastverksmiðju okkar að Grænásbraut í Reykjanesbæ.

Við fögnum vorinu og því að við getum nú boðið lok með pottunum og bjóðum pakkann á sérstöku vortilboði, aðeins 249.900 kr.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um pottana og lokin – HÉR – 

Hægt er að sækja teikningar og efnislista fyrir grind utan um pottinn – HÉR – (.PDF skjal)

Heitu pottarnir og lokin eru til sýnis í sýningarsal okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ og sölumenn okkar taka vel á móti þér. Einnig er hægt að senda okkur línu á borgarplast@borgarplast.is eða hringja í síma 561 2211

Við minnum á Facebook síðuna okkar þar sem við deilum oft alls konar efni.

Ekki síður Instagram svæðinu okkar þar sem við deilum myndum!

Hafðu samband við okkur með því að nota fyrirspurnarformið hér fyrir neðan til að panta eða spyrjast fyrir um heitu pottana.

    Ertu klár í vorverkin?

    Eftir Fréttir

    Eftir erfiðan vetur er vorið handan við hornið. Með vorinu og þíðunni förum við að huga að vorverkunum. Við hjá Borgarplasti þjónustum jafnt heimili, fyrirtæki og samtök með hinar ýmsu vörur til bygginga. Sem dæmi má nefna fráveituvörurnar okkar eins og rotþrær, olíuskiljur, fituskiljur, brunna, tanka og geyma í (nánast) öllum stærðum og gerðum. Og ekki má gleyma einangrunarplastinu en við höfum yfir 50 ára reynslu í framleiðslu á frauðeinangrun fyrir hús.

    Er þörf á að skipta út rotþró? Eða setja niður nýja? Ertu að byggja? Hafðu endilega samband við okkur og við getum aðstoðað með val á hvers kyns fráveituvörum eða einangrun fyrir hús.

    Hafðu samband

    Saltkistur fyrir hállku

    Salt- og sandkistur í tíðarfarinu!

    Eftir Fréttir
    Saltkistur fyrir hállku

    Tæklum hálkuna!

    Borgarplast framleiðir salt- og sandkistur fyrir heimili, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök. 

    Við eigum á lager nokkrar salt-og sandkistur sem við framleiðum í verksmiðjunni okkar í Mosfellsbæ. Kisturnar eru þægilegar í allri umgengni og hægt er að fylla þær með sandi eða salti og hafa við staði þar sem mikilvægt er að útrýma hálku.

    Einnig höfum við heyrt af því að íþróttafélög séu að nota kisturnar okkar til að geyma bolta og ýmislegt annað dót. Hafið endilega samband við okkur í gegnum samskiptaformið okkar – HÉR – eða í gegnum t.d. Facebook – HÉR – 

    Kristján er nýr sölustjóri Borgarplasts

    Nýr Sölustjóri Borgarplasts

    Eftir Fréttir
    Kristján er nýr sölustjóri Borgarplasts

    Kristján Benediktsson nýr sölustjóri Borgarplasts

    Kristján Benediktsson hefur verið ráðinn sölustjóri Borgarplasts. Kristján starfaði áður sem sölustjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur og þar á undan sem markaðsstjóri Angling iQ. Undanfarin 3 ár hefur Kristján starfað við þjálfun og tengd verkefni hjá Crossfit XY.  Kristján er með BA gráðu í ferðamálafræðum frá Háskólanum á Hólum.

    Sölustjóri mun stýra sölu- og markaðsmálum Borgarplasts ásamt því að vinna með  tæknistjóra að framleiðsluþróun fyrirtækisins með áherslu á vöruþróun, nýsköpun, endurvinnslu og ábyrga nýtingu.

    Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á árinu.

    Borgarplast framleiðir fiskiker, frauðkassa fyrir ferskan fisk, húseinangrun og ýmsar fráveitulausnir á borð við olíuskiljur, brunna og rotþrær. Í Mosfellsbæ rekur Borgarplast hverfisteypu fyrir fráveitulausnir og fiskiker. Borgarplast er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi ásamt því að selja fiskiker til allra heimsálfa. Í Reykjanesbæ starfrækir fyrirtækið frauðverksmiðju.

    Borgarplast leggur áherslu á að nota endurvinnanleg hráefni og hefur verið leiðandi framleiðandi á vörum sem ætlaðar eru til hreinsunar á frárennsli frá fyrirtækjum og heimilum. Félagið hefur þannig alla sína tíð lagt sitt á vogaskálarnar í umhverfisvernd og þjónustu við fyrirtæki sem þurfa að uppfylla lög og reglugerðir um hreinlæti og umhverfisvernd.

    Vegatálmar fyrir sumarið

    Eftir Fréttir

    Sterkir og meðfærilegir – Fyrir alla framkvæmdaaðila

    Það er nokkuð ljóst að það verður brjálað að gera í malbikunarframkvæmdum í sumar bæði í einkaframkvæmdum og opinberum. Fréttir berast af stórkostlegu tjóni á bifreiðum vegna skemmda í malbiki og ljóst er að mikil þörf er á viðgerðum. Þar koma vegatálmarnir okkar sterkir inn til að stýra umferð frá akreinum sem verið er að laga, frá ákveðnum svæðum á bílastæðum eða hreinlega hvar sem þarf að stýra umferð.

    Vegatálmarnir okkar eru framleiddir úr 100% Polyethylene og eru þess vegna endurvinnanlegir. Hægt er að festa þá saman á endunum og snúa þeim allt að 26° í læstri stöðu. Hægt er að koma fyrir blikkljósum eða öðrum öryggisbúnaði en einnig hægt að setja í þá leiðbeiningarskilti. Svo er sáraeinfalt að stafla þeim svo þeir taki sem minnsta plássið. Við framleiðum bæði hvíta og rauða vegatálma og bjóðum upp á viðgerðarþjónustu á þeim ef óhapp skyldi verða.

    Vegatálmarnir eru léttir þegar þeir eru tómir og þess vegna eru þeir mjög meðfærilegir en hægt er að fylla þá af vatni til að þyngja þá og einfalt mál að losa vatnið út um afrennslisstút. Vegatálmarnir eru hannaðir til að vera á svæðum þar sem umferð er hæg eða frekar hæg og hafa verið mjög vinsælir hjá malbikunarstöðvum og öðrum verktökum sem neyðast til að stýra umferð, bæði akandi og gangandi, í kringum vinnusvæði sín. Samráð var haft við bæði Lögregluna sem og Vegagerðina við hönnun vegatálmanna.

    Nú er daginn tekinn að lengja og við erum að hefja framleiðslu á vegatálmum Borgarplasts fyrir sumarið til að mæta þeirri aukinni eftirspurn sem verður er líða fer á vorið. Við hvetjum því alla sem þurfa að notfæra sér kosti vegatálma að vera í sambandi við okkur í síma 561 2211 eða á netfangið borgarplast@borgarplast.is og leggja inn pöntun fyrir sumarið.

    Nánari upplýsingar um vegatálmana okkar má finna hér: https://borgarplast.is/heimili-fyrirtaeki-og-stofnanir/vegatalmar/ 

    Báðar starfsstöðvar Borgarplasts opnar!

    Eftir Fréttir

    Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að starfsfólk okkar er komið til vinnu, heilt á húfi og við erum búin að opna báðar starfsstöðvar okkar, bæði hverfisteypudeild að Völuteig í Mosfellsbæ sem og frauðplastdeildina okkar að Ásbrú í Reykjanesbæ. Það er heitt á könnunni á báðum stöðum og við erum spennt að taka á móti viðskiptavinum okkar í dag. Við vonum að enginn hafi orðið fyrir tjóni af völdum veðursins.

    Höfuðstöðvar Borgarplast

    Lokað mánudagsmorgun vegna veðurs!

    Eftir Fréttir

    Vegna veðurs höfum við ákveðið að hafa lokað í fyrramálið, mánudaginn 7. febrúar, bæði á Völuteig í Mosfellsbæ og á Ásbrú í Reykjanesbæ. Við viljum ekki leggja starfsfólk okkar né viðskiptavini í hættu en þess í stað verðum við klár við tölvuskjáina að heiman og tilbúin að taka á móti pöntunum, fyrirspurnum eða hverju sem er í gegnum tölvupóst á borgarplast@borgarplast.is, í gegnum Facebook síðuna okkar eða með skilaboðum á Instagram síðunni okkar.

    Einnig er hægt að hringja beint í sölumenn okkar en upplýsingar um netföng og símanúmer má finna HÉR!

    Vonandi gengur þetta fljótt og áfallalaust yfir og við flytjum fréttir af því þegar við opnum bæði hér og á samfélagsmiðlum okkar.

    Nýr tæknistjóri Borgarplasts

    Eftir Fréttir

    Tryggvi E. Mathiesen nýr tæknistjóri Borgarplasts

    Tryggvi E. Mathiesen hefur verið ráðinn tæknistjóri Borgarplasts. Tryggvi starfaði áður sem framleiðslustjóri hjá KeyNatura og SagaNatura. Tryggvi er með M.Sc. í Matvælafræði frá Háskóla Íslands og lagði stund á hátækniverkfræði við SDU í Sönderborg, Danmörku.

    Tæknistjóri mun stýra framleiðslu í verksmiðjum Borgarplasts ásamt því að leiða framleiðsluþróun fyrirtækisins með áherslu á vöruþróun, nýsköpun, endurvinnslu og ábyrga nýtingu.

    Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á árinu.

    Borgarplast framleiðir fiskiker, frauðkassa fyrir ferskan fisk, húseinangrun og ýmsar fráveitulausnir á borð við olíuskiljur, brunna og rotþrær. Í Mosfellsbæ rekur Borgarplast hverfisteypu fyrir fráveitulausnir og fiskiker. Borgarplast er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi ásamt því að selja fiskiker til allra heimsálfa. Í Reykjanesbæ starfrækir fyrirtækið frauðverksmiðju.

    Borgarplast leggur áherslu á að nota endurvinnanleg hráefni og hefur verið leiðandi framleiðandi á vörum sem ætlaðar eru til hreinsunar á frárennsli frá fyrirtækjum og heimilum. Félagið hefur þannig alla sína tíð lagt sitt á vogaskálarnar í umhverfisvernd og þjónustu við fyrirtæki sem þurfa að uppfylla lög og reglugerðir um hreinlæti og umhverfisvernd.