Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Eftir Fréttir

Borgarplast óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við erum einstaklega þakklát fyrir viðskipti og samskipti á árinu og hlökkum til að taka á móti nýju ári ❄🎁🎉

Sand- og saltkistur á tilboði í viku

Eftir Fréttir

Sand- og saltkisturnar okkar má sjá víða um land og þjóna þær hlutverki sínu sem geymslukistur fyrir ýmist sand eða salt til hálkuvarna einstaklega vel. Vegna mikillar eftirspurnar eftir kistum í öðrum lit en þessum klassíska skærgula bættum við viðeinum lit á þessum kistum fyrir um 2 árum síðan. Þá steyptum við kistur úr dökkgráu pottaefni og kom svo útfærsla mjög vel út eins og sjá má á myndunum hér til hliðar.

Efri myndin sýnir hvar eigandinn er búinn að koma henni fyrir í garðinum hjá sér og nýtir hana þar sem geymslukistu undir ýmislegt dót. Eigandinn segir okkur að þar hafi hann enn ekki upplifað að kistan leki í miklum rigningum. Neðri myndin sýnir gráa saltkistu sem búið er að koma fyrir við bílastæði matvöruverslunar þar sem geymt er salt til að dreifa á bílastæðin og gönguleiðir sem hálkuvörn.

20.000 kr. afsláttur af sand – og saltkistum!

Vikuna 5. – 12. júlí bjóðum við takmarkað magn af sand- og saltkistum á sérstöku tilboðsverði eða aðeins 69.900 kr. sem er 20.000 kr. afsláttur af fullu verði. Tilboðið gildir frá miðnætti 5. júlí til miðnættis 12. júlí og aðeins eru 20 kistur í boði, þar af aðeins 10 gráar.

Hafið samband við sölumenn okkar til að tryggja ykkur þennan geggjaða afslátt strax í dag. Hægt er að fylla út fyrirspurnarformið hér fyrir neðan, senda tölvupóst á borgarplast@borgarplast.is, hringja í síma 561-2211 eða renna við til okkar að Völuteig 31a í Mosfellsbæ.

    Laxakassarnir komnir í Mosó

    Eftir Fréttir

    Laxakassarnir svokölluðu sem hafa verið svo vinsælir meðal veiðimanna undanfarin ár eru komnir aftur í búðina hjá okkur að Völuteig 31a í Mosfellsbæ. Að þessu sinni er bara ein stærð í boði og eru þeir 800*400*265 mm. Kassarnir seljast með loki á aðeins 3.990 kr.

    Undanfarin ár hafa kassarnir verið mjög vinsælir meðal veiðimanna sem koma við á leið úr bænum og kippa með sér kassa. Svo virkar kassinn til að kæla drykki eða mat á leiðinni í veiðina og til að halda aflanum ferskum á leiðinni heim. Ef varlega er farið með kassana er hægt að nota þá aftur og aftur en algengast er að lokið brotni í einhverju óhappi. Þá er lítið mál að kaupa bara lokið og óþarfi að henda kassanum að veiði lokinni. Kassarnir henta einstaklega vel til að halda kulda og hægt að nota þá undir ís í mannfögnuðum eða til að taka kælivöru með sér í ferðalög.

    Kíkið endilega til okkar að Völuteig 31a í Mosfellsbæ og náið ykkur í laxakassa með loki.

    Köldu pottarnir að koma aftur

    Eftir Fréttir

    Undanfarið hafa köldu pottarnir okkar verið uppseldir þar sem okkur vantaði efni til að steypa þá. Þegar við settum köldu pottana á markað óraði okkur ekki fyrir vinsældum þeirra og höfðum hreinlega ekki gert ráð fyrir að þurfa svona mikið efni. En nú er efnið loksins komið til landsins og köldu pottarnir verða tilbúnir í þessari viku.

    Við erum komin með langan biðlista eftir þeim og við munum hafa samband við alla sem eiga kaldan pott pantaðan um leið og þeir verða tilbúnir.

    Köldu pottarnir okkar eru einfaldlega fiskiker sem við steypum úr Granite pottaefni sem er sama efnið og við notum í heitu pottana okkar. Snilldin við köldu pottana okkar er sú að öll hönnun og framleiðsla á fiskikerjunum hentar einstaklega vel til notkunar sem kaldur pottur. Áferðin á kerinu er alveg slétt og öll horn rúnuð svo bakteríur hafi hvergi stað til að safnast saman og að sama skapi er kerið einstaklega auðvelt að þrífa.

    Kerið er úr Polyethylene plasti sem er með vörn gegn útfjólubláum geislum sem kemur í veg fyrir að það upplitist. Inní veggjum kersins er einangrun úr Polyurethan (PUR) sem veitir einstaklega góða einangrun svo vatnið haldist kalt á sumrin og frjósi síður á veturna. Við gerðum tilraun til að sjá hversu öflug einangrun með Polyurethan er í samanburði við annars konar einangrun (PE). Hér má sjá stutt myndband sem sýnir hvernig þessi tilraun kom út:

    Eins og sjá má í myndbandinu þá var ennþá ís í Polyurethan kerinu eftir 16 daga á meðan allur ís var löngu bráðnaður í hinu kerinu. Að sama skapi ver einangrunin fyrir utanaðkomandi kulda og því óhætt að hafa vatn í kerinu allt árið um kring. Á Instagram síðu Árna Björns Kristjánssonar fasteignasala og vaxtaræktarmanns má sjá skemmtilegt myndband þegar hann brýtur ísinn af vatninu í kerinu áður en hann skellir sér í pottinn. Myndbandið má sjá HÉR!

    Þarna er reyndar óvenju þykkur ís í kerinu en mjög kalt var í veðri á þessum tíma í vetur. Árni leysir þetta mál með glæsibrag og dýfir sér svo í jökulkalt vatnið.

    Köldu pottarnir eru á skíðum þannig að þeir standa sjálfir og óþarfi að byggja neitt undir þá eða utan um en einfalt mál að klæða þá ef fólk vill. Passa verður samt að gata þá ekki því þá kemst vatn inn í einangrunina. Ef óhöpp verða og það kemur gat á einangrunina þá er hægt að koma með þá til okkar og við lögum. Þar sem þeir eru frístandandi þá er einfalt mál að færa þá til og jafnvel hægt að taka þá með í frí ef fólk vill kæla á ferðalagi.

    Köldu pottarnir eru einstaklega endingargóðir og við vitum það einfaldlega vegna þess að við vitum hversu endingargóð fiskikerin okkar eru. Sem dæmi má nefna að við heimsóttum fiskverkun á Snæfellsnesi nýverið og þar er enn verið að nota fiskiker sem þau keyptu af okkur árið 1992. Semsagt, 32 ár í fullri notkun í fiskverkun og þau eru enn í toppstandi. Sem þýðir einfaldlega að fiskiker sem stendur á pallinum með köldu vatni er nánast ódrepandi. Við gerðum einmitt aðra tilraun til að kanna hversu mikið við gætum lagt á fiskikerin okkar og bárum saman þessar tvær gerðir af kerjum PUR og PE. Gerðum stutt myndband til að sýna hvernig kerin stóðu sig undir álagi sem má sjá hér fyrir neðan:

    Ef þú vilt tryggja þér kaldan pott fyrir sumarið fylltu þá út formið hér fyrir neðan og við munum hafa samband þegar pottarnir eru klárir.



      Línubalar – til ýmissa nota

      Eftir Fréttir

      Árið 1984 settum við á markað línubala úr plasti. Línan sem balinn er kennd við er veiðarfæri sem notað er á línuveiðum en þá eru taumar sem koma úr línunni með um eins og hálfs meters millibili og á enda taumanna eru krókar með beitu. Balarnir voru áður fyrr notaðir undir línuna sem var komið fyrir í bölunum áður en balarnir fóru um borð í báta og línan lögð í sjó.

      Nú hefur önnur tækni tekið yfir og línubalar lítið notaðir lengur. En balarnir standa fyrir sínu og sú hönnun og uppskrift sem lagt var upp með árið 1984 stendur enn fyrir sínu og balarnir eru einstaklega sterkir og endingargóðir. Balana er hægt að fá í þremur mismunandi stærðum, 70, 80 og 100 lítra. Þeir eru með tveimur áföstum handföngum en handföngin eru hluti af bölunum og því ótrúlega sterk.

      Til að kanna hversu öflugir balarnir okkar eru báðum við múrara að prófa einn bala í sinni vinnu. Hann fékk balann 23. júní 2023 og síðan þá hefur hann notað balann í sinni múrvinnu. Á dögunum fengum við óvænt skilaboð frá honum sem voru svohljóðandi: “Ekkert eðlilega góður bali!! Búinn að vera með hann í öllu og er ennþá eins og nýr.”

      Það fylgdi mynd með skilaboðunum:

      Þó svo ný tækni við fiskveiðar hafi að mestu leyti leyst línubalana af hólmi þá er hægt að nota þá á ýmsa vegu. Sem dæmi höfum við heyrt af því að þeir hafi við notaðir undir ís og drykki í stórum veislum, sem blómapotta, undir múrbrot og annað rusl sem þarf að færa á milli staða, til að hræra steypu og ýmislegt annað.

      Hægt er að lesa meira um línubalana hér: https://borgarplast.is/sjavarutvegur/linubalar/

        Tilboðspakkar á rotþróm

        Eftir Fréttir

        Vorið er tíminn sem hugað er að rotþróm og við í Borgarplasti bjóðum upp á sérstaka tilboðspakka á algengustu stærðum af rotþróm, 2300 lítra, 2800 lítra og 3200 lítra. Tilboðspakkinn inniheldur rotþróna sjálfa, 3 x útloftunarstúta og siturlagnasett sem hæfir stærð rotþróarinnar. Siturlagnasettið er með samtals 20 metrum af siturrörum sem sérstaklega eru hönnuð og boruð sem siturrör, tengingar, beygjur, útloftunarrör og hatta á þau ásamt jarðvegsdúk. Pakkinn inniheldur í rauninni allt sem þarf frá rotþrónni og út frá henni.

        Rotþrær Borgarplasts hafa þann kost að vera langar og mjóar og ástæðan fyrir því er tvíþætt. Annars vegar er betra að vera með langa þró því þá fá föstu efnin lengri tíma til að skilja sig frá vatninu. Hins vegar þarf að grafa grynnra stæði fyrir langa og mjóa rotþró og þar sem víða á Íslandi er stutt niður í grunnvatn eða klappir. Ef hins vegar aðstæður kalla á stutta og feita rotþró þá getum við sérsmíðað svoleiðis grip fyrir þig.

        Tilboðspakkar á rotþróm

        2300 lítra rotþróarpakki kr. 309.900

        2800 lítra rotþróarpakki kr. 325.900

        3200 lítra rotþróarpakki kr 359.900

        Eigum allar þessar stærðir á lager!

        Við aðstoðum við val á réttri stærð en hægt er að lesa allt um hvernig skal ákveðið með stærð útfrá íbúðagildi hússins sem rotþróin er við í upplýsingaskjalinu okkar HÉR.

        Hafið samband við sölumenn okkar í dag og við aðstoðum við að velja réttu rotþróna.



          Ljósgrái potturinn uppseldur

          Eftir Fréttir

          Viðbrögðin við rýmingasölunni okkar á ljósgráu hitaveituskeljunum voru langt umfram væntingar og nú eru þær uppseldar. Við bjóðum nú einungis upp á einn lit af hitaveituskeljum og er það sá dökkgrái en við bjóðum áfram upp á tvo liti á lokunum, brúnan og dökkgráan.

          Hitaveituskelin okkar kostar 239.900 kr. á fullu verði og lokin kosta 119.900 kr. á fullu verði. Við bjóðum einnig upp á einfalda pípupakka sem inniheldur niðurfall, yfirfall, barka, ristar, kúluloka og fleira til að tengja pottinn. Svo erum við líka með mjög einfalda hitastýringu og klæðningu utan um pottinn, tilbúna í 8 pörtum sem aðeins þarf að tengja saman. Við munum áfram gera sértilboð í pakka með hitaveituskel og aukahlutum og við hvetjum ykkur til að hafa samband við sölumenn okkar með því að fylla út fyrirspurnarformið hér fyrir neðan, hringja í síma 5612211 eða hreinlega kíkja við hjá okkur að Völuteig 31 í Mosfellsbæ.

            Rotþrær Borgarplasts

            Eftir Fréttir

            Árið 1988 fékk Borgarplast hæfnisviðurkenningu frá Hollustuvernd ríkisins (nú Umhverfisstofnun) fyrir framleiðslu á rotþróm. Rotþrær Borgarplasts eru framleiddar úr Polyethylene sem er mjög sterkt og endingargott plastefni og hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Polyethylene inniheldur engin eiturefni og því er efnið viðurkennt til notkunar m.a. í ílát sem geyma matvæli. Í rauninni er það þannig að vegna þess að í verksmiðju Borgarplasts eru einmitt framleidd ílát undir matvæli þá er allt ferlið og öll verksmiðjan vottuð fyrir það ferli. Þannig mætti segja að meira að segja rotþrærnar myndu að öllum líkindum verða samþykktar til notkunar í matvælaiðnaðinn ef sóst væri eftir því. En það er annað mál.

            Hönnun rotþrónna okkar er þannig að þær eru langar og mjóar en ef aðstæður kalla eftir því þá getum við smíðað þær stuttar og belgmiklar. Fyrir hönnun okkar eru aðallega tvær ástæður. Annars vegar sú að tilgangur rotþróa er að hægja á fráveituvatninu í gegnum þróna og gefa möguleika á viðskilnaði vatnsins og hinna ýmsu efna í fráveituvatninu. Föstu og þyngri efnin falla til botns, en léttari efnin fljóta á yfirborðinu (t.d. fita) og mynda skán sem oft harðnar. Lengri þró er því betri en stutt, vegna þess að þar fá föstu efnin lengri tíma til að skilja sig frá vatninu og þannig minnkar einnig líkur á að siturlögn stíflist.

            Hins vegar er ástæða hönnunar okkar sú að víða á Íslandi er stutt niður í hæstu grunnvatnsstöðu og forðast skal að staðsetja rotþró þar sem hæsta grunnvatnsstaða nær til hennar eða umlykur hana. Slíkt getur valdið alls kyns vandamálum og því er víða á Íslandi sem aðstæður hreinlega krefjast þess að rotþróin sé löng og mjó.

            Eins og áður segir hafa rotþrær Borgarplasts verið viðurkenndar og notaðar á Íslandi síðan 1988 eða í 36 ár. Þær eru einfaldar í virkni og ef fagmenn eru notaðir til að koma þeim fyrir eru þær að mestu viðhaldslausar ef frá er talin tæming. Þær bara virka og ef rétt er staðið að öllum þáttum frá upphafi þá eru vandamál eins og lykt frá siturlögn ekki til staðar. Þess vegna mælum við alltaf með að fólk kynni sér öll mál og fái aðstoð frá fagfólki við að setja rotþrær í jörð.

            En tímarnir breytast og mennirnir með. Tækninni fleytir fram og sífellt koma nýjar lausnir á markað. Sumar stoppa stutt við þar sem íslenskar aðstæður eru algjörlega sérstakar á heimsvísu og sumar innfluttar lausnir ekki hannaðar eða gerðar fyrir íslenskar aðstæður. En svo eru líka aðstæður þar sem t.d. siturlagnir eru ekki í boði og því þarf að leita annarra lausna. Og þar er ýmislegt í boði.

            Við hjá Borgarplasti bjóðum upp á hinar ýmsu stærðir af rotþróm og við tökum einnig að okkur að sérsmíða rotþrær fyrir sérstakar aðstæður. Sölumenn okkar ráðleggja við val á réttri stærð en við bendum áhugasömum á að lesa sér til um rotþrær og frágang þeirra HÉR. 

            Við höfum tekið saman sérstaka tilboðspakka fyrir algengustu stærðir rotþróa og hægt er að lesa frekar til um pakkana með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

            2.300 lítra rotþró með siturlagnasetti

            2.800 lítra rotþró með siturlagnasetti

            3.200 lítra rotþró með siturlagnasetti

            Hafið endilega samband við sölumenn okkar með því að senda skilaboð í gegnum fyrirspurnarformið hér fyrir neðan eða með þvi að hringja í síma 561-2211 og fáið okkur til að ráðleggja um val á rotþró fyrir vorið.



              Lítið eitt um Vegatálma Borgarplasts

              Eftir Fréttir

              Árið 2003 hóf Borgarplast framleiðslu á vegatálmum úr plasti en þeir voru hannaðir í samstarfi við Vegagerðina sérstaklega með íslenskar aðstæður í huga. Síðan þá hafa vegatálmar Borgarplasts verið notaðir til að stýra umferð bæði gangandi og akandi víðsvegar um landið og meira að segja alla leiðina til Færeyja. Tálmarnir eru ekki ætlaðir sem árekstrarvörn heldur eingöngu til að stýra umferð þar sem búið er að draga umferðarhraða niður eða þar sem sérstakar aðstæður kalla á notkun þeirra, eins og á flugvöllum.

              Vegatálmarnir henta einstaklega vel á flugvöllum vegna þess að þeir uppfylla allar alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til vegatálma á flugvöllum. Aðstæður á flugvöllum eru þannig að t.d. snjómoksturstæki eða slökkvibílar þurfa að geta keyrt auðveldlega í gegnum tálma og þar koma vegatálmar Borgarplasts að góðum notum þar sem þeir fara vel með þau ökutæki sem keyra í gegnum þá og þola ótrúlega mikið hnjask.

              Nýverið áttum við gott spjall við góðan mann sem hefur áralanga reynslu af því að vinna með vegatálma Borgarplasts bæði á flugvöllum og við vegavinnu. Hann nefndi það að fyrra bragði að vegatálmar Borgarplasts væru þeir bestu sem hann hefði notað svo við báðum hann að skrifa okkur nokkrar línur um vegatálmana sem hann reyndar kallar “barða”.

              „Við erum búin að prófa ýmsar útgáfur af plast börðum og það verður að segjast að barðarnir frá ykkur eru „Rollsinn“ í þessu. Þeir hafa verið notaðir á Keflavíkurflugvelli í mörg ár með mjög góðum árangri. Þeir standast allar alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru um svona barða á alþjóðaflugvöllum. Við fyllum þá til hálfs með vatni og þá þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur af því þó vatnið frjósi í þeim. Þeir eru sterkir og endingargóðir og hafa eins og ég segi reynst ótrúlega vel á Keflavíkurflugvelli og víðar. Fyrir utan hversu lengi þeir endast og hversu mikið hnjask þeir þola þá er auðvelt að gera við þá og þið hafið verið snöggir að græja það fyrir okkur sem við getum ekki sjálf gert við. Ekki skemmir svo fyrir að þeir eru 100% endurvinnanlegir.“ – Kári V Rúnarsson, Jarðvinnuverkstjóri, Íslenskir Aðalverktakar

              Svo mörg voru þau orð og við kunnum Kára miklar þakkir fyrir þessi meðmæli. Við höfum svo sem lengi vitað þetta en alltaf gott að heyra meðmæli frá þeim sem nota vörurnar dags daglega. Svo við rifjum aðeins upp kostina við vegatálma Borgarplasts:

              • Léttir og meðfærilegir – vega aðeins 24 kg tómir
              • Hægt að festa þá saman og snúa allt að 26° í læstri stöðu
              • Auðvelt að fylla þá af vatni eða öðru og auðvelt að tæma með tappa í botni
              • Ef þeir eru ekki fylltir alveg af vatni þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þeir springi í frosti
              • Þeir staflast vel og eru því auðveldir í geymslu
              • Fara betur með vélar, tæki og bifreiðar sem nuddast utan í en steyptir
              • Þola ótrúlegt hnjask en svo er einfalt að gera við þá
              • 100% endurvinnanlegir

              Hægt er að fá vegatálma í eftirfarandi litum:

              • Rauðir
              • Hvítir
              • Bláir
              • Gulir

              Heyrið endilega í sölufólki okkar og leitið tilboða í vegatálma fyrir sumarið.