Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Rotþrær Borgarplasts – Umhverfisvænn valkostur

Eftir Fréttir

Tilgangur rotþróa er að hlífa umhverfinu fyrir mengun. Affallsvatn úr húsum fer þá í rotþróna þar sem efni sem eru föst í sér falla til botns og vatn og fastefni skilst frá hvoru öðru. Svo fer vatnið áfram yfir í tvö hólf til viðbótar og hreinsar vatnið enn frekar svo aðeins vatn fari út úr rotþrónni.

Vatnið fer svo í siturlögn sem dreifir vatninu um 10 fermetra svæði þannig að jarðvegur taki vel við og það dreifist um stærra svæði. Rotþrær virka því sem umhverfisvernd en við bjóðum aðeins betur en það. Allar rotþrær Borgarplasts eru 100% endurvinnanlegar þannig að þegar þær hafa þjónað tilgangi sínum eftir tugi ári þá er hægt að endurvinna plastið úr þeim 100%.

Við bjóðum meira að segja enn betur en það. Fyrir rúmu ári síðan fjárfestum við í vél sem kurlar allt afgangsplast og gerir það að dufti sem við síðan notum að hluta til við framleiðsluna á rotþrónum okkar. Þannig að við notum endurunnið efni í 100% endurvinnanlega vöru sem verður svo grafin í jörðu til að þjóna umhverfisvernd í tugi ára.

Rotþrærnar okkar eru allar framleiddar á Íslandi, nánar tiltekið í Mosfellsbænum, eru íslensk hönnun sem staðist hefur tímans tönn og alltaf staðið fyrir sínu. Þær treysta ekki á flókinn tækjabúnað heldur eru þær 100% Polyethylene plast í gegn. Ekkert rafmagn, enginn mótor eða neitt slíkt sem getur bilað bara æðislegur einfaldleiki sem hefur virkað í tugi ára og mun virka um komandi áratugi.

Veljum vistvæna íslenska framleiðslu í rotþróm frá Borgarplasti.

Vegatálmar Borgarplasts með blikkljósi

Viðvörunarljós á Vegatálma

Eftir Fréttir

Við erum stöðugt að hugsa hvernig við getum bætt þjónustuna okkar. Ein lítil lausn er að bjóða upp á samlegðarvörur, þ.e. vörur sem passa við framleiðsluvörurnar okkar og auka vöruúrval. Allt er þetta gert svo viðskiptavinir okkar þurfi ekki að fara á marga staði til að fá það sem þá vantar.

Sem dæmi um slíkar vörur eru aukahlutirnir fyrir heitu pottana og svo nýlegast saltið í saltkisturnar. Við vorum að bæta við í vöruúrval okkar einni svona vöru enn, viðvörunarljós í vegatálmana okkar.

Vegatálmarnir eru úr plasti og eru því léttir og meðfærilegir en hægt er að fylla þá t.d. af vatni og festa þá saman. Þá þarf bara að fylla til dæmis annan hvern því svo hanga þeir saman við þann sem er fullur af vatni. Ljósin sem við vorum að fá passa akkúrat ofan í vegatálmana okkar. Hægt er að láta ljósin blikka eða loga stöðugt.

Verðinu er stillt í hóf en stykkið kostar aðeins 5.890 kr. m/VSK. Hægt er að skoða ljósin hér: – Viðvörunarljós – 

Aukahlutir fyrir heita potta

Eftir Fréttir

Hér áður fyrr framleiddum við og seldum hitaveituskeljar einar og sér. Þegar fleiri og fleiri viðskiptavinir spurðu um lok á pottana þá hófum við samstarf við lok.is í að sérhanna og framleiða lok sem passa á pottana okkar.

Við buðum svo tilboð á heitum potti með loki og settum það í gang á vormánuðum 2022. Tilboðið sló heldur betur í gegn og fjölmargir ánægðir viðskiptavinir nældu sér í heitan pott á geggjuðu verði.

Margir þessara viðskiptavina spurðu um pípupakka, hitastýringu og jafnvel grind undir pottana sína. Við ákváðum þá að auka þjónustuna okkar enn frekar  og bjóða þessar vörur til sölu í verslun okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ. Þannig geta viðskiptavinir okkar fengið allt í einni ferð hingað upp í Mosó.

Nú höfum við bætt þessum vörum við á heimasíðunni okkar og má skoða þær með því að smella á viðeigandi hnapp hér fyrir neðan.

Vortilboð á heitum pottum með loki

Eftir Fréttir

Það styttist í vorið og af þeim sökum rúllum við af stað með vortilboð okkar á heitum pottum. Við bjóðum hitaveituskel og sérsniðið lok á skelina/pottinn á aðeins 299.900 kr.

Hægt er að velja um 3 liti af skeljum og tvo liti af lokum. Einnig bjóðum við upp á pípupakka til að tengja pottinn, einfalda hitastýringu og meira að segja smíðaða grind undir pottinn. Grindin kemur í 8 pörtum sem aðeins þarf að skrúfa saman.

Við erum einnig með kaldan pott úr endurunnu pottaefni sem tónar mjög vel við dökkgráa pottinn á aðeins 99.900 kr. með loki. Hafið samband og við gerum tilboð í allan pakkann – borgarplast@borgarplast.is

Olíutankar til á lager

Eftir Fréttir

Nú er verkfall skollið á ný og einhverjir áhyggjufullir yfir olíustöðunni. Umhverfisstofnun hefur varað við því að geyma olíu í ílátum sem ekki eru hönnuð til þess að geyma olíu og þess vegna viljum við minna á að allir okkar tankar eru hannaðir til að geyma olíu. Ekki má hinsvegar geyma bensín í tönkunum þar sem bensínið skemmir Polyethylene en það er efnið sem tunnurnar og tankarnir eru framleidd úr.

Við eigum á lager 100 lítra tunnur og svo tanka allt frá 1.000 – 4.000 lítra. En við getum smíðað tanka eins stóra og ímyndunaraflið leyfir.

Hafðu samband til að tryggja þér olíutank sem hannaður er til að geyma olíu.

Rotþró Borgarplasts

Eftir Fréttir

Fyrsta kynslóð rotþróa var hönnuð og framleidd í verksmiðju Borgarplasts árið 1983 og var þá um byltingu að ræða. En tæpum áratug seinna höfðum við hannað mun skilvirkari, stærri og betri rotþró sem kom á markað árið 1991. Sú hönnun og framleiðsla hefur staðist tímans tönn í nú 32 ár og full ástæða til.

Allar okkar rotþrær eru framleiddar á Íslandi og hönnunin er sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Rotþróin er löng og mjó en ástæðan fyrir því er að á Íslandi er víða stutt niður á grunnvatn og því oftast betra að grafa styttra niður í jarðveginn og þá hafa beðið lengra á móti.

Helstu tæknilegu upplýsingarn um rotþrær, val á stærð og legu og ýmsan fróðleik má finna í tækniupplýsingaskjali okkar sem hægt er að nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan:

Tækniupplýsingar Rotþró

Borgarplast býður upp á tilboðspakka á helstu stærðum af rotþróm fyrir t.d. sumarbústaði.

Pakkinn inniheldur:

Rotþróna sjálfa, siturlagnasett sem passar fyrir stærð rotþróarinnar og 3 útloftunarstúta.

Siturlagnasettið inniheldur 2×10 metra siturlagnarör, beygjur og samsetningar, útloftunarör með hatti og jarðvegsdúk. Allt sem þú þarft nema lagnir frá húsi að rotþró.

Verð á tilboðspökkum:

2.300 lítra: 309.900 kr. (fullt verð 390.658)

2.800 lítra: 325.900 kr. (fullt verð 396.848)

3.200 lítra: 390.900 kr. (fullt verð 482.417)

Hafið samband við söludeildina okkar í síma 561-2211 eða með tölvupósti á maa@borgarplast.is til að spyrjast fyrir um eða panta rotþró. Einnig er hægt að koma til okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ og sækja tilboðspakka því við eigum þá alltaf á lager. Smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að skoða úrval rotþróa:

Rotþrær Borgarplasts

Saltkistur á tilboði

Eftir Fréttir

Þar sem umhleypingasamt hefur verið undanfarið er hálka víða orðin vandamál. Við viljum leggja okkar af mörkum í hálkuvörnum og bjóðum því saltkistur á tilboði, aðeins 98.900 kr.

Einnig er hægt að fá saltkistur fullar af salti og þar með getur þú komið við hjá okkur, sótt saltkistuna fulla af salti og þarft ekki að fara á fleiri staði til að geta byrjað að salta. Við bjóðum einnig upp á heimsendingu gegn vægu gjaldi.

Hafðu samband við okkur í síma 561-2211 eða á borgarplast@borgarplast.is

Útlitsgölluð fiskiker

Eftir Fréttir

Árlega framleiðum við fleiri þúsund fiskiker og er gæðaeftirlitið okkar mjög strangt þar sem við stöndum fyrir gæðaframleiðslu. Einnig horfum við með ábyrgð á hlutverk okkar í að standa vörð um gæði og ferskleika íslenskra sjávarafurða.

Af þeim sökum falla til ker hjá okkur sem við dæmum óhæf til matvælavinnslu en þau ker flokkast í 2. flokk. Þessi ker hafa verið vinsæl í alls kyns iðnaði, til að brynna hestum í haga og sem kaldir pottar eða geymsluílát fyrir einstaklinga. Við bjóðum þessi ker á afslætti og við höfum nú uppfært vefsíðuna okkar með verðum á bæði 1. flokk og 2. flokk á vinsælustu kerjunum okkar.

Kerin eru sterk og endingargóð og hafa þess vegna verið vinsæl til margvíslegra nota. Skoðið verðin hér: https://borgarplast.is/sjavarutvegur/ker/

Hafið svo samband við sölufólk okkar til að spyrjast frekar fyrir um lagerstöðu á 2. flokks kerjum og eins um verð á þeim kerjum sem ekki eru með skráð verð.

Nýjung! Steingrá saltkista

Eftir Fréttir

Við kynnum til leiks enn eina nýjungina hjá okkur. Vegna fjölda fyrirspurna um saltkistur í öðrum, látlausari lit en þessar gulu þá ákváðum við að framleiða nokkur stykki af steingráum saltkistum.

Kisturnar eru steyptar úr endurunnu hráefni sem féll til sem afskurður af heitum pottum og er því í sama lit og bæði heiti og kaldi potturinn okkar. Kistan mun sóma sér vel við hvaða húsnæði sem er en hugmyndin var að gera huggulegri kistur fyrir hús í einkaeigu eins og sumarhús, fjölbýlishús eða einbýli þar sem gott er að eiga annað hvort kistu fulla af salti eða hreinlega geymslukistu.

Við gerðum vatnsprófun á einni kistunni þar sem við úðuðum vatni yfir hana og á hana úr öllum áttum og líktum eftir því allra versta í íslensku veðri. Niðurstaðan var sú að kistan er um 99% vatnsheld en aðeins lak örlítið inn á einum stað. Eflaust er hægt að gera kisturnar alveg vatnsþéttar með því að setja einhvern gúmmílista í sílsinn á kistunni.

Við hlustum á viðskiptavini okkar og komum með lausnir við vandamálunum sem þeir bera á borð til okkar. Kistan lítur stórkostlega út þó við segjum sjálf frá. Kíkið við á Völuteig 31, hringið í síma 561-2211 eða sendið okkur póst á borgarplast@borgarplast.is til að fá frekari upplýsingar.

Hér má svo sjá verð og mál.

Arctic Fish í heimsókn hjá Borgarplasti

Eftir Fréttir

Heimsókn frá Arctic Fish

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá forsvarsmönnum Arctic Fish á Vestfjörðum. Arctic Fish starfa í laxeldi og leita nú að hentugum lausnum til að flytja þann lax sem þeir ala á markaði erlendis. Hentugust umbúðirnar fyrir slíkan flutning eru einmitt frauðkassar því þyngd og einangrunargildi EPS frauðplasts er það allra besta sem í boði er og tryggir gæði og ferskleika alla leiðina á leiðarenda.

Forsvarsmenn Arctic Fish kynntu sér starfsemi okkar að Ásbrú í Reykjanesbæ, fræddust um ferlið, gæðastjórnun og framleiðslu á frauðplastkössum Borgarplasts. Þegar unnið er með slík verðmæti eins og íslenskt sjávarfang þá skiptir máli að varan haldist fersk frá slátrun á Íslandi og alla leið á áfangastað. EPS frauðkassar hafa þann eiginleika að veita afbragðsgott einangrunargildi en á sama tíma eru þeir fisléttir og auka þar með lítið við heildarþyngdina sem flutt er og því sparast bæði kostnaður og orkunotkun í flutningnum. Þegar fyrirtæki eins og Arctic Fish, sem framleiða gæðavöru, fer að leita að umbúðum fyrir flutning á sínum afurðum þá vilja þau að sjálfsögðu ganga úr skugga um að framleiðslan á umbúðunum sé í hæstu gæðum.