Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Rotþrær á sérstöku tilboði

Eftir Fréttir

Borgarplast hefur um áratugaskeið framleitt og selt rotþrær til einstaklinga, fyrirtækja, bænda og stofnana. Rotþrærnar okkar hafa sannað gildi sitt og gæði í allan þennan tíma og við leggjum mikla áherslu á að framleiða gæðavörur því enginn vill lenda í veseni með rotþróna sína.

Okkar vinsælustu rotþrær hafa verið þær sem fara niður við sumarbústaði eða í stæðrum frá 2.300 lítra og upp í 3.200 lítra en við getum framleitt allt upp í risastórar 25.000 lítra rotþrær eða allt niður i 1.500 lítra.

Þegar verið er að vinna með rotþrær er í mörg horn að líta og til að auðvelda viðskiptavinum okkar lífið þá höfum við tekið saman tækniupplýsingar um rotþrær sem hægt er að hlaða niður sem PDF skjali HÉR!

Og til þess að einfalda viðskiptavinum okkar lífið enn frekar bjóðum við nú okkar þrjár vinsælustu stærðir sem pakkatilboð þar sem innifalið er rotþróin sjálf, þrír öndunarstútar og siturlagnasett.

Rotþró 2.300l með siturlagnasetti nr. 4 og 3 öndunarstútar 262.900 kr. m/vsk

Rotþró 2.800l með siturlagnasetti nr. 4 og 3 öndunarstútar 272.800 kr. m/vsk

Rotþró 3.200l með siturlagnasetti nr. 2 og 3 öndunarstútar 298.800 kr. m/vsk

Allar frekari upplýsingar um rotþær okkar má sjá hér: https://borgarplast.is/byggingaridnadur/rotthraer/

Kíktu endilega í heimsókn, hafðu samband í síma 561-2211 eða með tölvupósti og við aðstoðum með glöðu geði með val á réttri rotþró fyrir þig.

Heitir Pottar á sjóðheitu tilboði!

Eftir Fréttir

Heitur pottur og lok á tilboði – aðeins 249.900 kr.

Borgarplast hefur um árabil framleitt hitaveituskeljar í verksmiðju okkar að Völuteig í Mosfellsbæ. Við notum 100% Polyethylene (PE) í skeljarnar sem gerir þá sterka, endingargóða og 100% endurvinnanlega. Kostir þess að nota hitaveituskeljar úr PE eru ótvíræðir. Ekki kvarnast ytri húð af skelinni við högg frá þungum hlutum þar sem engin auka húð er á skelinni, auðvelt er að þrífa skelina, skelin þolir sólarálag vel og upplýsist því síður. Þar sem potturinn er úr gegnheilu PE án sérstakrar húðunar er hann auðveldur í allri vinnslu vilji fólk sérútbúa hann með stútum, ljósum og öðrum aukahlutum án þess eiga á hættu á því að breytingar skemmi skelina.

Nýverið hófum við samstarf við íslenskt fyrirtæki um framleiðslu á lokum fyrir heitu pottana okkar. Það samstarf hefur nú borið ávöxt og við erum stolt að bjóða sérhönnuð lok á heitu pottana okkar. Ekki skemmir fyrir að við framleiðum sjálf einangrunarplastið, sem notað er í lokin, í frauðplastverksmiðju okkar að Grænásbraut í Reykjanesbæ.

Við fögnum vorinu og því að við getum nú boðið lok með pottunum og bjóðum pakkann á sérstöku vortilboði, aðeins 249.900 kr.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um pottana og lokin – HÉR – 

Hægt er að sækja teikningar og efnislista fyrir grind utan um pottinn – HÉR – (.PDF skjal)

Heitu pottarnir og lokin eru til sýnis í sýningarsal okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ og sölumenn okkar taka vel á móti þér. Einnig er hægt að senda okkur línu á borgarplast@borgarplast.is eða hringja í síma 561 2211

Við minnum á Facebook síðuna okkar þar sem við deilum oft alls konar efni.

Ekki síður Instagram svæðinu okkar þar sem við deilum myndum!

Hafðu samband við okkur með því að nota fyrirspurnarformið hér fyrir neðan til að panta eða spyrjast fyrir um heitu pottana.

    Ertu klár í vorverkin?

    Eftir Fréttir

    Eftir erfiðan vetur er vorið handan við hornið. Með vorinu og þíðunni förum við að huga að vorverkunum. Við hjá Borgarplasti þjónustum jafnt heimili, fyrirtæki og samtök með hinar ýmsu vörur til bygginga. Sem dæmi má nefna fráveituvörurnar okkar eins og rotþrær, olíuskiljur, fituskiljur, brunna, tanka og geyma í (nánast) öllum stærðum og gerðum. Og ekki má gleyma einangrunarplastinu en við höfum yfir 50 ára reynslu í framleiðslu á frauðeinangrun fyrir hús.

    Er þörf á að skipta út rotþró? Eða setja niður nýja? Ertu að byggja? Hafðu endilega samband við okkur og við getum aðstoðað með val á hvers kyns fráveituvörum eða einangrun fyrir hús.

    Hafðu samband

    Saltkistur fyrir hállku

    Salt- og sandkistur í tíðarfarinu!

    Eftir Fréttir
    Saltkistur fyrir hállku

    Tæklum hálkuna!

    Borgarplast framleiðir salt- og sandkistur fyrir heimili, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök. 

    Við eigum á lager nokkrar salt-og sandkistur sem við framleiðum í verksmiðjunni okkar í Mosfellsbæ. Kisturnar eru þægilegar í allri umgengni og hægt er að fylla þær með sandi eða salti og hafa við staði þar sem mikilvægt er að útrýma hálku.

    Einnig höfum við heyrt af því að íþróttafélög séu að nota kisturnar okkar til að geyma bolta og ýmislegt annað dót. Hafið endilega samband við okkur í gegnum samskiptaformið okkar – HÉR – eða í gegnum t.d. Facebook – HÉR – 

    Kristján er nýr sölustjóri Borgarplasts

    Nýr Sölustjóri Borgarplasts

    Eftir Fréttir
    Kristján er nýr sölustjóri Borgarplasts

    Kristján Benediktsson nýr sölustjóri Borgarplasts

    Kristján Benediktsson hefur verið ráðinn sölustjóri Borgarplasts. Kristján starfaði áður sem sölustjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur og þar á undan sem markaðsstjóri Angling iQ. Undanfarin 3 ár hefur Kristján starfað við þjálfun og tengd verkefni hjá Crossfit XY.  Kristján er með BA gráðu í ferðamálafræðum frá Háskólanum á Hólum.

    Sölustjóri mun stýra sölu- og markaðsmálum Borgarplasts ásamt því að vinna með  tæknistjóra að framleiðsluþróun fyrirtækisins með áherslu á vöruþróun, nýsköpun, endurvinnslu og ábyrga nýtingu.

    Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á árinu.

    Borgarplast framleiðir fiskiker, frauðkassa fyrir ferskan fisk, húseinangrun og ýmsar fráveitulausnir á borð við olíuskiljur, brunna og rotþrær. Í Mosfellsbæ rekur Borgarplast hverfisteypu fyrir fráveitulausnir og fiskiker. Borgarplast er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi ásamt því að selja fiskiker til allra heimsálfa. Í Reykjanesbæ starfrækir fyrirtækið frauðverksmiðju.

    Borgarplast leggur áherslu á að nota endurvinnanleg hráefni og hefur verið leiðandi framleiðandi á vörum sem ætlaðar eru til hreinsunar á frárennsli frá fyrirtækjum og heimilum. Félagið hefur þannig alla sína tíð lagt sitt á vogaskálarnar í umhverfisvernd og þjónustu við fyrirtæki sem þurfa að uppfylla lög og reglugerðir um hreinlæti og umhverfisvernd.

    Vegatálmar fyrir sumarið

    Eftir Fréttir

    Sterkir og meðfærilegir – Fyrir alla framkvæmdaaðila

    Það er nokkuð ljóst að það verður brjálað að gera í malbikunarframkvæmdum í sumar bæði í einkaframkvæmdum og opinberum. Fréttir berast af stórkostlegu tjóni á bifreiðum vegna skemmda í malbiki og ljóst er að mikil þörf er á viðgerðum. Þar koma vegatálmarnir okkar sterkir inn til að stýra umferð frá akreinum sem verið er að laga, frá ákveðnum svæðum á bílastæðum eða hreinlega hvar sem þarf að stýra umferð.

    Vegatálmarnir okkar eru framleiddir úr 100% Polyethylene og eru þess vegna endurvinnanlegir. Hægt er að festa þá saman á endunum og snúa þeim allt að 26° í læstri stöðu. Hægt er að koma fyrir blikkljósum eða öðrum öryggisbúnaði en einnig hægt að setja í þá leiðbeiningarskilti. Svo er sáraeinfalt að stafla þeim svo þeir taki sem minnsta plássið. Við framleiðum bæði hvíta og rauða vegatálma og bjóðum upp á viðgerðarþjónustu á þeim ef óhapp skyldi verða.

    Vegatálmarnir eru léttir þegar þeir eru tómir og þess vegna eru þeir mjög meðfærilegir en hægt er að fylla þá af vatni til að þyngja þá og einfalt mál að losa vatnið út um afrennslisstút. Vegatálmarnir eru hannaðir til að vera á svæðum þar sem umferð er hæg eða frekar hæg og hafa verið mjög vinsælir hjá malbikunarstöðvum og öðrum verktökum sem neyðast til að stýra umferð, bæði akandi og gangandi, í kringum vinnusvæði sín. Samráð var haft við bæði Lögregluna sem og Vegagerðina við hönnun vegatálmanna.

    Nú er daginn tekinn að lengja og við erum að hefja framleiðslu á vegatálmum Borgarplasts fyrir sumarið til að mæta þeirri aukinni eftirspurn sem verður er líða fer á vorið. Við hvetjum því alla sem þurfa að notfæra sér kosti vegatálma að vera í sambandi við okkur í síma 561 2211 eða á netfangið borgarplast@borgarplast.is og leggja inn pöntun fyrir sumarið.

    Nánari upplýsingar um vegatálmana okkar má finna hér: https://borgarplast.is/heimili-fyrirtaeki-og-stofnanir/vegatalmar/ 

    Báðar starfsstöðvar Borgarplasts opnar!

    Eftir Fréttir

    Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að starfsfólk okkar er komið til vinnu, heilt á húfi og við erum búin að opna báðar starfsstöðvar okkar, bæði hverfisteypudeild að Völuteig í Mosfellsbæ sem og frauðplastdeildina okkar að Ásbrú í Reykjanesbæ. Það er heitt á könnunni á báðum stöðum og við erum spennt að taka á móti viðskiptavinum okkar í dag. Við vonum að enginn hafi orðið fyrir tjóni af völdum veðursins.

    Höfuðstöðvar Borgarplast

    Lokað mánudagsmorgun vegna veðurs!

    Eftir Fréttir

    Vegna veðurs höfum við ákveðið að hafa lokað í fyrramálið, mánudaginn 7. febrúar, bæði á Völuteig í Mosfellsbæ og á Ásbrú í Reykjanesbæ. Við viljum ekki leggja starfsfólk okkar né viðskiptavini í hættu en þess í stað verðum við klár við tölvuskjáina að heiman og tilbúin að taka á móti pöntunum, fyrirspurnum eða hverju sem er í gegnum tölvupóst á borgarplast@borgarplast.is, í gegnum Facebook síðuna okkar eða með skilaboðum á Instagram síðunni okkar.

    Einnig er hægt að hringja beint í sölumenn okkar en upplýsingar um netföng og símanúmer má finna HÉR!

    Vonandi gengur þetta fljótt og áfallalaust yfir og við flytjum fréttir af því þegar við opnum bæði hér og á samfélagsmiðlum okkar.

    Nýr tæknistjóri Borgarplasts

    Eftir Fréttir

    Tryggvi E. Mathiesen nýr tæknistjóri Borgarplasts

    Tryggvi E. Mathiesen hefur verið ráðinn tæknistjóri Borgarplasts. Tryggvi starfaði áður sem framleiðslustjóri hjá KeyNatura og SagaNatura. Tryggvi er með M.Sc. í Matvælafræði frá Háskóla Íslands og lagði stund á hátækniverkfræði við SDU í Sönderborg, Danmörku.

    Tæknistjóri mun stýra framleiðslu í verksmiðjum Borgarplasts ásamt því að leiða framleiðsluþróun fyrirtækisins með áherslu á vöruþróun, nýsköpun, endurvinnslu og ábyrga nýtingu.

    Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á árinu.

    Borgarplast framleiðir fiskiker, frauðkassa fyrir ferskan fisk, húseinangrun og ýmsar fráveitulausnir á borð við olíuskiljur, brunna og rotþrær. Í Mosfellsbæ rekur Borgarplast hverfisteypu fyrir fráveitulausnir og fiskiker. Borgarplast er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi ásamt því að selja fiskiker til allra heimsálfa. Í Reykjanesbæ starfrækir fyrirtækið frauðverksmiðju.

    Borgarplast leggur áherslu á að nota endurvinnanleg hráefni og hefur verið leiðandi framleiðandi á vörum sem ætlaðar eru til hreinsunar á frárennsli frá fyrirtækjum og heimilum. Félagið hefur þannig alla sína tíð lagt sitt á vogaskálarnar í umhverfisvernd og þjónustu við fyrirtæki sem þurfa að uppfylla lög og reglugerðir um hreinlæti og umhverfisvernd.

    Geta hæglega þjónað sínu hlutverki í fimmtán ár

    Eftir Fréttir, Greinar

    Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri Borgarplasts, segir að umhverfisáhrif ólíkra gerða plastkerja verði að skoða með tilliti til alls notkunartíma þeirra.

    mbl.is/Kristinn Magnússon

    Þann 28. ágúst 2021 birtist í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins, grein um Borgarplast og svo í vefútgáfu mbl.is hér.
    Ásgeir Ingvarsson skrifaði greinina. Birt með leyfi útgefanda.

    Matth­ías Matth­ías­son tók ný­verið við sem fram­kvæmda­stjóri hjá Borgarplasti og verður gam­an að fylgj­ast með hvert hann leiðir fé­lagið. Matth­ías býr yfir mik­illi reynslu af sölu og þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg­inn en hann var áður fram­kvæmda­stjóri flutn­inga­sviðs Eim­skips og fór þar áður fyr­ir starf­semi Kom­atsu í Dan­mörku.

    Spurður hvort rót­tækra breyt­inga sé að vænta kveðst Matth­ías ætla að halda óbreytti stefnu að svo stöddu. „Við höld­um áfram að byggja á þeim sterka grunni sem lagður hef­ur verið af fyrri stjórn­end­um á þeim fimm­tíu árum sem liðin eru frá stofn­un Borgarplasts,“ seg­ir hann.

    Ef ekki væri fyr­ir ker­in væri ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur stadd­ur á allt öðrum stað í dag hvað varðar af­köst og gæði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Fyr­ir­tækið hef­ur þró­ast jöfn­um skref­um og látið að sér kveða bæði á inn­lend­um og er­lend­um mörkuðum. Starf­sem­in hef­ur í gegn­um tíðina að mestu byggst upp í kring­um þjón­ustu við ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg og þróun á hag­kvæm­um og góðum umbúðalausn­um fyr­ir sjáv­ar­af­urðir, að sögn Matth­ías­ar „Und­ir­staðan er fram­leiðsla á kerj­um til notk­un­ar í sjáv­ar­út­vegi en með samrun­an­um við Plast­gerð Suður­nesja árið 2018 bætt­ust frauðplast­kass­ar fyr­ir fersk­an fisk og hús­eingr­un við vöru­fram­boðið.“

    Matth­ías seg­ir einkar brýnt að huga vel að þörf­um sjáv­ar­út­vegs­ins sem reiði sig á sterk­byggð, létt og end­ing­argóð ker. Hann seg­ir að líkja megi kerja­væðingu ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á sín­um tíma við gáma­væðingu skipa­flutn­inga því plast­kerið var risa­stökk í meðhöndl­un sjáv­ar­fangs frá því sem áður var. „Eins og rauðu blóðkorn­in sem flytja súr­efni um lík­amann flytja ker­in sjáv­ar­af­urðir í lokuðu hringrás­ar­kerfi frá veiðum til vinnslu og á markað, og jafn­vel til kaup­enda úti í heimi. Hönn­un kerj­anna ein­fald­ar flutn­inga og veit­ir góða hita­ein­angr­un svo var­an skil­ar sér til viðtak­anda í eins góðu ástandi og mögu­legt er,“ seg­ir hann. „Ekki má held­ur gleyma því að öll sú þró­un­ar­vinna sem hef­ur átt sér stað við hönn­un­ina nýt­ist í dag fyr­ir ým­is­legt fleira en sjáv­ar­af­urðir, svo sem við geymslu og flutn­ing á mjólk­ur- og kjötaf­urðum.“

    Þarf að skoða líf­tíma kers­ins

    Matth­ías und­ir­strik­ar að Borgarplast leggi mikla áherslu á að um­gang­ast nátt­úr­una af virðingu, og gæti þess að end­ur­vinna allt sem fell­ur til í fram­leiðslunni. „Þá höf­um við einnig markað okk­ur sjálf­bærni­stefnu þar sem mark­mið okk­ar er að rekst­ur­inn sé til fyr­ir­mynd­ar út frá viður­kennd­um viðmiðum um um­hverf­is­mál ásamt því að leggja áherslu á að inn­leiða hug­mynda­fræði hringrás­ar­hag­kerf­is­ins.“ Seg­ir Matth­ías plast búa yfir ein­stök­um eig­in­leik­um og vand­séð að önn­ur efni geti komið al­farið í staðinn en miklu skipti að um­gang­ast plastið rétt og farga því eða end­ur­vinna með rétt­um hætti. Í til­viki kerja und­ir sjáv­ar­af­urðir verði að taka með í reikn­ing­inn þau um­hverf­isáhrif sem hljót­ast af notk­un kers­ins yfir líf­tíma þess:

    „Það er ekki óal­gengt að fiskiker end­ist í fimmtán ár enda er vandað til við hönn­un þeirra og fram­leiðslu. Gerðar hafa verið áhuga­verðar til­raun­ir með fram­leiðslu kerja þar sem bæði ein­angr­un og skel kerj­anna er úr sama plastefn­inu sem auðveld­ar end­ur­vinnslu en þau ker hafa þann ókost að vera tölu­vert þyngri sem svo aft­ur get­ur gert störf sjó­manna um borð í skip­um erfiðari, aukið slysa­hættu og hækkað flutn­ings­kostnað þar sem meira eldsneyti þarf til að flytja viðbót­arþyngd­ina í kerj­un­um,“ seg­ir Matth­ías. „Það er meiri áskor­un að end­ur­vinna ker sem steypt er úr tveim­ur ólík­um plast­teg­und­um, en slíkt ker er ekki endi­lega verra fyr­ir um­hverfið.“

    Rotþrær, ol­íu­skilj­ur og frá­veiturör eru mik­il­væg­ur hluti af starf­sem­inni og m.a. fram­leidd úr end­ur­nýtt­um plastaf­göng­um sem verða til við kerja­fram­leiðsluna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

    Að því sögðu bend­ir Matth­ías á að hjá Borgarplasti sé allt plast end­urunnið eins og frek­ast er unnt og eru t.d. af­gang­ar sem falla til þegar fiskiker eru steypt sett­ir í sér­staka kurlun­ar­vél og síðan nýtt­ir til annarr­ar fram­leiðslu, t.d. í rotþrær, ol­íu­skilj­ur og frá­veitu­vör­ur sem er ann­ar mik­il­væg­ur þátt­ur í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

    Matth­ías bæt­ir við að það sé út­breidd­ur mis­skiln­ing­ur að frauðplast­kass­ar séu ekki end­ur­vinn­an­leg­ir en eins og alltaf hvíli það á enda­not­and­an­um að um­gang­ast vör­una rétt og koma henni í hend­ur aðila sem hafa rétta búnaðinn og þekk­ing­una til að end­ur­vinna hrá­efnið. „Við end­ur­vinn­um allt frauðplast sem til fell­ur við okk­ar frauðplast­fram­leiðslu og nýt­um það í fram­leiðslu á hús­ein­angr­un. Þá höf­um við einnig lagt okk­ar af mörk­um með því að taka við frauðplasti til end­ur­vinnslu frá stóru ís­lensku tölvuþjón­ustu­fyr­ir­tæki þar sem dag­lega fell­ur til mikið af frauðplasti utan af tölvu­búnaði.“

    Frauðplastið ver verðmæti

    Matth­ías seg­ir áhuga­vert og mik­il­vægt að fylgj­ast vel með þró­un­inni í umbúðalausn­um fyr­ir sjáv­ar­af­urðirn­ar en það ger­ist best í nánu sam­starfi við alla hags­munaaðila. Enn hafi ekki komið fram á sjón­ar­sviðið val­kost­ur sem geti keppt við frauðplastið hvað varðar styrk, vatnsþéttni og ein­angr­un­ar­getu. „Hafa þarf hug­fast að frauðplast­kass­ar eru notaðir til að verja dýr­mæt mat­væli og tryggja bæði að hrá­efni fari ekki til spill­is og að gæðaorðspor fram­leiðand­ans skaðist ekki. Það mætti, ef því er að skipta, flytja fersk­an fisk á milli landa í pappa­köss­um svo lengi sem fisk­ur­inn er í hita­stýrðu um­hverfi frá upp­hafi til enda ferðar­inn­ar, en því miður geta flutn­ingskeðjur sjáv­ar­út­vegs­ins verið bæði lang­ar og flókn­ar og um leið og bretti af fiski er tekið út úr kæligámi eða lest flug­vél­ar og látið standa við 20 gráðu hita í ein­hvern tíma byrj­ar hrá­efnið fljótt að skemm­ast ef ein­angr­un­ar frauðplasts­ins nýt­ur ekki við.“