Skip to main content
All Posts By

Borgarplast

Geta hæglega þjónað sínu hlutverki í fimmtán ár

Eftir Fréttir, Greinar

Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri Borgarplasts, segir að umhverfisáhrif ólíkra gerða plastkerja verði að skoða með tilliti til alls notkunartíma þeirra.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þann 28. ágúst 2021 birtist í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins, grein um Borgarplast og svo í vefútgáfu mbl.is hér.
Ásgeir Ingvarsson skrifaði greinina. Birt með leyfi útgefanda.

Matth­ías Matth­ías­son tók ný­verið við sem fram­kvæmda­stjóri hjá Borgarplasti og verður gam­an að fylgj­ast með hvert hann leiðir fé­lagið. Matth­ías býr yfir mik­illi reynslu af sölu og þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg­inn en hann var áður fram­kvæmda­stjóri flutn­inga­sviðs Eim­skips og fór þar áður fyr­ir starf­semi Kom­atsu í Dan­mörku.

Spurður hvort rót­tækra breyt­inga sé að vænta kveðst Matth­ías ætla að halda óbreytti stefnu að svo stöddu. „Við höld­um áfram að byggja á þeim sterka grunni sem lagður hef­ur verið af fyrri stjórn­end­um á þeim fimm­tíu árum sem liðin eru frá stofn­un Borgarplasts,“ seg­ir hann.

Ef ekki væri fyr­ir ker­in væri ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur stadd­ur á allt öðrum stað í dag hvað varðar af­köst og gæði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fyr­ir­tækið hef­ur þró­ast jöfn­um skref­um og látið að sér kveða bæði á inn­lend­um og er­lend­um mörkuðum. Starf­sem­in hef­ur í gegn­um tíðina að mestu byggst upp í kring­um þjón­ustu við ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg og þróun á hag­kvæm­um og góðum umbúðalausn­um fyr­ir sjáv­ar­af­urðir, að sögn Matth­ías­ar „Und­ir­staðan er fram­leiðsla á kerj­um til notk­un­ar í sjáv­ar­út­vegi en með samrun­an­um við Plast­gerð Suður­nesja árið 2018 bætt­ust frauðplast­kass­ar fyr­ir fersk­an fisk og hús­eingr­un við vöru­fram­boðið.“

Matth­ías seg­ir einkar brýnt að huga vel að þörf­um sjáv­ar­út­vegs­ins sem reiði sig á sterk­byggð, létt og end­ing­argóð ker. Hann seg­ir að líkja megi kerja­væðingu ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á sín­um tíma við gáma­væðingu skipa­flutn­inga því plast­kerið var risa­stökk í meðhöndl­un sjáv­ar­fangs frá því sem áður var. „Eins og rauðu blóðkorn­in sem flytja súr­efni um lík­amann flytja ker­in sjáv­ar­af­urðir í lokuðu hringrás­ar­kerfi frá veiðum til vinnslu og á markað, og jafn­vel til kaup­enda úti í heimi. Hönn­un kerj­anna ein­fald­ar flutn­inga og veit­ir góða hita­ein­angr­un svo var­an skil­ar sér til viðtak­anda í eins góðu ástandi og mögu­legt er,“ seg­ir hann. „Ekki má held­ur gleyma því að öll sú þró­un­ar­vinna sem hef­ur átt sér stað við hönn­un­ina nýt­ist í dag fyr­ir ým­is­legt fleira en sjáv­ar­af­urðir, svo sem við geymslu og flutn­ing á mjólk­ur- og kjötaf­urðum.“

Þarf að skoða líf­tíma kers­ins

Matth­ías und­ir­strik­ar að Borgarplast leggi mikla áherslu á að um­gang­ast nátt­úr­una af virðingu, og gæti þess að end­ur­vinna allt sem fell­ur til í fram­leiðslunni. „Þá höf­um við einnig markað okk­ur sjálf­bærni­stefnu þar sem mark­mið okk­ar er að rekst­ur­inn sé til fyr­ir­mynd­ar út frá viður­kennd­um viðmiðum um um­hverf­is­mál ásamt því að leggja áherslu á að inn­leiða hug­mynda­fræði hringrás­ar­hag­kerf­is­ins.“ Seg­ir Matth­ías plast búa yfir ein­stök­um eig­in­leik­um og vand­séð að önn­ur efni geti komið al­farið í staðinn en miklu skipti að um­gang­ast plastið rétt og farga því eða end­ur­vinna með rétt­um hætti. Í til­viki kerja und­ir sjáv­ar­af­urðir verði að taka með í reikn­ing­inn þau um­hverf­isáhrif sem hljót­ast af notk­un kers­ins yfir líf­tíma þess:

„Það er ekki óal­gengt að fiskiker end­ist í fimmtán ár enda er vandað til við hönn­un þeirra og fram­leiðslu. Gerðar hafa verið áhuga­verðar til­raun­ir með fram­leiðslu kerja þar sem bæði ein­angr­un og skel kerj­anna er úr sama plastefn­inu sem auðveld­ar end­ur­vinnslu en þau ker hafa þann ókost að vera tölu­vert þyngri sem svo aft­ur get­ur gert störf sjó­manna um borð í skip­um erfiðari, aukið slysa­hættu og hækkað flutn­ings­kostnað þar sem meira eldsneyti þarf til að flytja viðbót­arþyngd­ina í kerj­un­um,“ seg­ir Matth­ías. „Það er meiri áskor­un að end­ur­vinna ker sem steypt er úr tveim­ur ólík­um plast­teg­und­um, en slíkt ker er ekki endi­lega verra fyr­ir um­hverfið.“

Rotþrær, ol­íu­skilj­ur og frá­veiturör eru mik­il­væg­ur hluti af starf­sem­inni og m.a. fram­leidd úr end­ur­nýtt­um plastaf­göng­um sem verða til við kerja­fram­leiðsluna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Að því sögðu bend­ir Matth­ías á að hjá Borgarplasti sé allt plast end­urunnið eins og frek­ast er unnt og eru t.d. af­gang­ar sem falla til þegar fiskiker eru steypt sett­ir í sér­staka kurlun­ar­vél og síðan nýtt­ir til annarr­ar fram­leiðslu, t.d. í rotþrær, ol­íu­skilj­ur og frá­veitu­vör­ur sem er ann­ar mik­il­væg­ur þátt­ur í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Matth­ías bæt­ir við að það sé út­breidd­ur mis­skiln­ing­ur að frauðplast­kass­ar séu ekki end­ur­vinn­an­leg­ir en eins og alltaf hvíli það á enda­not­and­an­um að um­gang­ast vör­una rétt og koma henni í hend­ur aðila sem hafa rétta búnaðinn og þekk­ing­una til að end­ur­vinna hrá­efnið. „Við end­ur­vinn­um allt frauðplast sem til fell­ur við okk­ar frauðplast­fram­leiðslu og nýt­um það í fram­leiðslu á hús­ein­angr­un. Þá höf­um við einnig lagt okk­ar af mörk­um með því að taka við frauðplasti til end­ur­vinnslu frá stóru ís­lensku tölvuþjón­ustu­fyr­ir­tæki þar sem dag­lega fell­ur til mikið af frauðplasti utan af tölvu­búnaði.“

Frauðplastið ver verðmæti

Matth­ías seg­ir áhuga­vert og mik­il­vægt að fylgj­ast vel með þró­un­inni í umbúðalausn­um fyr­ir sjáv­ar­af­urðirn­ar en það ger­ist best í nánu sam­starfi við alla hags­munaaðila. Enn hafi ekki komið fram á sjón­ar­sviðið val­kost­ur sem geti keppt við frauðplastið hvað varðar styrk, vatnsþéttni og ein­angr­un­ar­getu. „Hafa þarf hug­fast að frauðplast­kass­ar eru notaðir til að verja dýr­mæt mat­væli og tryggja bæði að hrá­efni fari ekki til spill­is og að gæðaorðspor fram­leiðand­ans skaðist ekki. Það mætti, ef því er að skipta, flytja fersk­an fisk á milli landa í pappa­köss­um svo lengi sem fisk­ur­inn er í hita­stýrðu um­hverfi frá upp­hafi til enda ferðar­inn­ar, en því miður geta flutn­ingskeðjur sjáv­ar­út­vegs­ins verið bæði lang­ar og flókn­ar og um leið og bretti af fiski er tekið út úr kæligámi eða lest flug­vél­ar og látið standa við 20 gráðu hita í ein­hvern tíma byrj­ar hrá­efnið fljótt að skemm­ast ef ein­angr­un­ar frauðplasts­ins nýt­ur ekki við.“

Íslensk veiðarfæri í Afríku

Eftir Fréttir

Borgarplast hefur verið að framleiða toghlera úr plasti fyrir íslenska fyrirtækið Pólar sem hefur þróað þá úr plasti sem ætlað er að leysa af hólmi hina óhagkvæmu tréhlera.

Í sjónvarpsfréttum RÚV var fjallaði um verkefnið þar sem segir meðal annars frá því hvernig fyrirtækið hefur nýtt sér hringrásarhagkerfið. Hlerarnir sem Borgarplast smíðar hér heima eru unnir úr plasti frá Danmörku sem að hluta til kemur úr íslenskum fiskinetum.

Fjallað um verkefnið í sjónvarpsfréttum RÚV og á ruv.is:

skjákot frá ruv.is

Matthías nýr framkvæmdastjóri Borgarplasts

Eftir Fréttir

Matth­ías Matth­ías­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Borgarplasts.

Í til­kynn­ingu seg­ir að með ráðning­unni sé stefnt að því að byggja ofan á þær traustu stoðir sem Guðbrand­ur Sig­urðsson, frá­far­andi fram­kvæmda­stjóri, hafi lagt grunn­inn að.

Einnig seg­ir að nýr fram­kvæmda­stjóri muni leggja sér­staka áherslu á sölu og út­flutn­ing en Matth­ías búi yfir mik­illi reynslu á því sviði. Á ár­un­um 2009-2020 starfaði hann sem fram­kvæmda­stjóri flutn­inga­sviðs hjá Eim­skip.

Á ár­un­um 2004-2009 var hann fram­kvæmda­stjóri Kom­atsu í Dan­mörku og þar áður starfaði hann sem fram­kvæmda­stjóri Eim­skips í Englandi.

Borgarplast fram­leiðir fiskikör og frauðkassa fyr­ir fersk­an fisk, frauðein­angr­un og ýms­ar frá­veitu­lausn­ir á borð við brunna, ol­íu­skilj­ur og rotþrær. Í Mos­fells­bæ rek­ur Borgarplast hverfisteypu fyr­ir fiskikör og er stærsti söluaðili ein­angraðra fiskik­ara á Íslandi ásamt því að selja fiskikör til allra heims­álfa. Í Reykja­nes­bæ starf­ræk­ir fyr­ir­tækið frauðverk­smiðju með um­tals­verða fram­leiðslu­getu.

Minning

Eftir Fréttir, Minning

Guðni Þórðarson

Guðni Þórðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Borgarplast lést þann 18. maí síðastliðinn í Reykjavík. Hann stofnaði Borgarplast í Borgarnesi árið 1971 ásamt sex öðrum Borgfirðingum og var í forsvari fyrir félagið sleitulaust frá 1971 til 2018. Í byrjun einbeitti Borgarplast sér að framleiðslu á húsaeinangrun en árið 1983 hóf það framleiðslu á hverfisteyptum fiskikörum á höfuðborgarsvæðinu sem flestir tengja félagið við í dag. Þannig var Guðni sannur frumkvöðull að mikilvægum nýjungum í sjávarútvegi sem lögðu grunninn að aukinni tæknivæðingu og bættri meðhöndlun sjávarfangs með einangruðum fiskikörum.

Guðni, sem var fæddur á Akranesi árið 1939, lærði byggingartæknifræði í Danmörku og lagði metnað sinn í að vanda til hönnunar og að tryggja að framleiðsla félagsins væri með því besta sem gerðist á markaði. Samhliða framleiðslu á fiskikörum var byggð upp framleiðsla á fráveitulausnum af ýmsu tagi auk þess sem frameiðsla á húsaeinangrun var útvikkuð yfir í frauðkassa fyrir fiskútflutning.

Þannig lagði Guðni grunn að öflugum rekstri Borgarpalasts en félagið mun fagna hálfrar aldar afmæli á næsta ári. Eiginkona Guðna var Sjöfn Guðmundsdóttir sem lifir mann sinn en hún starfaði náið með honum um árabil hjá Borgarplast.

Starfsfólk Borgarplasts sendir Sjöfn og dætrum þeirra þriggja og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur vegna andláts Guðna.

F.h. Borgarplasts hf,
Guðbrandur Sigurðsson, frkv.stj.

Höfuðstöðvar Borgarplast

Borgarplast og Plastgerð Suðurnesja sameinast undir nafni Borgarplast hf.

Eftir Fréttir

Nú um áramótin verða stór tímamót þegar Plastgerð Suðurnesja (PS) í Reykjanesbæ mun sameinast Borgarplast hf., undir merkjum Borgarplast hf. PS á sér langa sögu en frá árinu 1965 hefur félagið framleitt húsaeinangrun og frá árinu 1969 hefur félagið framleitt kassa undir útflutning á ferskum fisk.

Sameining félaganna kemur til framkvæmda nú um áramótin. Þrátt fyrir þessar breytingar munu viðskiptavinir Borgarplast, aðrir en fyrrum viðskiptavinir PS, ekki finna fyrir neinum breytingum á þjónustu eða samskiptum við okkur, aðrar en þær að vöruframboð Borgarplast í frauðkössum mun aukast umtalsvert. Verksmiðja Borgarplast í Reykjanesbæ verður áfram rekin með óbreyttu sniði næstu mánuði og munu fyrrum stjórnendur PS áfram sjá um daglegan rekstur verksmiðjunnar.

Síðar á þessu árinu mun öll frauðframleiðsla félagsins verða sameinuð í nýju húsnæði að Grænásbraut í Reykjanesbæ. Nýtt húsnæði mun gefa félaginu færi á því að bæta framleiðsluferla sína, auka við sjálfvirkni og stórbæta vöruframboð og lausnir. Þessum breytingum er ætlað að bæta getu okkar til að veita viðskiptavinum okkar áfram framúrskarandi þjónustu og vörur á hagstæðum kjörum, sem er okkur mikið kappsmál.

Höfuðstöðvar Borgarplast

Eigendabreytingar á Borgarplast og Plastgerð Suðurnesja

Eftir Fréttir

Fram­taks­sjóður­inn Umbreyt­ing hef­ur fest kaup á fyr­ir­tækj­un­um Borgarplasti hf. og Plast­gerð Suður­nesja ehf.

Eft­ir kaup­in mun Umbreyt­ing eiga 78% í sam­einuðu fyr­ir­tæki en aðrir hlut­haf­ar verða Hauk­ur Skúla­son, sem verður fram­kvæmda­stjóri og Sig­ur­geir Rún­ar Jó­hanns­son auk þess sem nú­ver­andi eig­end­ur Plast­gerðar Suður­nesja munu áfram verða í hlut­hafa­hópn­um.

Borgarplast er leiðandi í hverf­is­mótafram­leiðslu fyr­ir inn­an­lands­markað og bæði fé­lög­in fram­leiða vör­ur úr frauði, húsa­ein­angr­un og frauðkassa til út­flutn­ings á fersk­um fiskaf­urðum og öðrum mat­væl­um.

„Mark­mið Umbreyt­ing­ar er að vera öfl­ug­ur bak­hjarl fyr­ir­tækja og stjórn­enda þeirra. Áhersla verður lögð á að fjár­festa í fyr­ir­tækj­um sem búa yfir góðu og sann­reyndu viðskipta­mód­eli og að stjórn­end­ur hafi ár­ang­urs­miðað hug­ar­far. Stefna Umbreyt­ing­ar er að skila fyr­ir­tækj­um af sér í betra ástandi en þegar þau voru keypt og þannig skilja eft­ir sig já­kvæð fót­spor í ís­lensku at­vinnu­lífi. Verk­efnið er krefj­andi og fel­ur í sér umbreyt­ingu á rekstri og efna­hag sam­einaðs fé­lags. Fé­lög­in eru hins veg­ar rót­gró­in og rekst­ur þeirra traust­ur. Við hlökk­um til sam­starfs­ins við nýja lyk­il­stjórn­end­ur og meðeig­end­ur okk­ar og mun­um styðja fé­lagið til frek­ari vaxt­ar,” er haft eft­ir Gunn­ari Páli Tryggva­syni, fram­kvæmd­ar­stjóri Alfa Framtaks, rekstraraðila Umbreytingar.

„Verk­efnið er spenn­andi og sjá­um við mörg tæki­færi til að sinna viðskipta­vin­um bet­ur, nýj­um og nú­ver­andi. Við mun­um sam­eina rekst­ur fé­lag­anna fljót­lega og styrkja þau til vaxt­ar, inn­an­lands og er­lend­is, auk þess sem við mun­um fjár­festa í nýj­um vél­um og búnaði og ná þannig fram frek­ari hagræðingu í fram­leiðslu. Ég hlakka til að vinna með Alfa framtaks á þess­ari veg­ferð. Ég held að ekki hafi getað feng­ist betri sam­starfsaðili í verk­efnið en und­ir­bún­ing­ur viðskipt­anna hef­ur sýnt mér að Umbreyt­ing sker sig úr öðrum inn­lend­um sjóðum við nálg­un fram­taks­verk­efna,“ seg­ir Hauk­ur Skúla­son fram­kvæmda­stjóri.

Lawrence Weiner notar Borgarplast ker til listsköpunar

Eftir Fréttir

Lawrence Weiner, einn af þekktustu myndlistarmönnum Bandaríkjanna, í samvinnu við i8 Gallerí og Borgarplast setti upp sýninguna Along the Shore (Fram með Ströndinni) í Reykjavík í október sl.

Sýningin saman stóð af tíu skærgulum fiskikörum frá Borgarplast sem voru áletruð og árituð af listamanninum og sýnd í i8 Gallerí. Auk þess voru framleidd fimmtíu sérmerkt ker fyrir Umbúðamiðlun sem fóru í almenn notkun og munu því verða notuð af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum næstu árin.

 

Grein sem birtist í Rotoworld um verkefnið