Skip to main content
All Posts By

Borgarplast

Hausttilboð á heitum pottum – Aðeins 269.900 kr.

Eftir Fréttir, Tilboð

Haustið er komið og við erum í stuði eins og alltaf. Við ætlum að bjóða upp á hausttilboð á heitum pottum með loki á aðeins 269.900 kr. Fullt verð er 329.800 svo þetta er ríflegur afsláttur.

Potturinn okkar er hringlaga, tekur 1.250 lítra og hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru með hitaveitu og vilja ekki flækja lífið með of flóknum búnaði. Lokið er svo sérsmíðað á Íslandi fyrir skelina okkar. Allt saman íslensk framleiðsla.

Hægt er að lesa meira um hausttilboðið okkar hér:

Heitir Pottar

Hafið samband við okkur í síma 561 2211, kíkið á okkur að Völuteig 31 í Mosfellsbæ eða hafið samband HÉR

Borgarplast á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll

Eftir Fréttir

Borgarplast verður að sjálfsögðu með bás á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 21. – 23. september n.k. Borgarplast hefur um árabil staðið vörð um gæði og ferskleika íslensks sjávarfangs og hefur verið leiðandi í framleiðslu á frauðplastkössum til útflutnings á ferskum fiski sem og einangruðum fiskikerjum.

Sýningin er opin sem hér segir:

Miðvikudagur 21. september frá 14:00 – 19:00

Fimmtudagur 22. september frá 10:00 – 18:00

Föstudagur 23. september frá 10:00 – 18:00

Kíkið á básinn okkar í Laugardalshöll 21. – 23. september og skoðið vörurnar okkar.

Vegatálmar Borgarplasts með blikkljósi

Vegatálmar Borgarplasts

Eftir Fréttir

Vegatálmar notaðir til að stýra umferð í Garðabæ.Vegatálmar Borgarplasts eru fáanlegir í rauðum og hvítum lit. Vegatálmarnir eru léttir, meðfærilegir og vega aðeins 24 kg tómir en hægt er að þyngja þá með því að setja í þá vatn. Blanda má salti í vatnið til þess að koma í veg fyrir að það frjósi á veturna. Vegatálmarnir eru með tappa neðst sem auðveldar tæmingu á þeim og svo er hægt að stafla þeim saman þannig að þeir taki minna pláss í geymslu.

Vegatálmarnir eru m.a. heppilegir til að stýra akandi, gangandi og hjólandi umferð og afmarka vinnu- eða samkomusvæði. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig þeir eru notaðir til að stýra umferð um athafnasvæði í Garðabæ.

Hægt er að festa vegatálmana saman á endunum og má snúa þeim um 26° í læstri stöðu. Blikkljósum og ýmsum öðrum öryggis- og leiðbeiningarbúnaði er hægt að koma fyrir á vegatálmunum.

Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 561-2211 eða á borgarplast@borgarplast.is

https://borgarplast.is/vegatalmar/vegatalmar-vt-330/

Keilur og fleira fyrir byggingar

Eftir Fréttir

Þetta er keila!

Þessi rauði litur þýðir að þessi keila er ætluð undir þungaumferð. Hún er 30 kíló af Polyethylene. Keilan er 1000mm í þvermál á botninn en 600mm á toppnum svo það má eiginlega segja að þetta sé “þrenging”. Keilan er sett ofan á t.d. brunna sem eru 1000mm í þvermál og svo er einhvers konar lok sett ofan á það. Yfirleitt myndi vera settur steyptur brunnhringur þarna ofan á og svo einhvers konar járnlok sem þolir að það sé keyrt yfir það.

Við framleiðum keilur, brunna, deilibrunna, vatnslásabrunna, kapalbrunna, lindarbrunna og ýmislegt fleira í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Við þjónustum pípulagningaverktaka með þessar vörur og höfum fengið mikið lof fyrir gæði og góða þjónustu. Við erum jú góð í plasti!

Kaldur pottur

Kaldur Pottur

Eftir Fréttir

Kaldur potturVið höfum í gegnum tíðina fengið mikið af fyrirspurnum um kalda potta og þá sérstaklega að nota fiskiker sem kalda potta. Flestir kannast við að hafa séð fiskiker við sundlaugar landsins og sem dæmi má nefna að í Sundlauginni á Blönduósi er blátt 700 ker frá okkur notað sem kaldur pottur.

Nýverið þá prófuðum við að steypa fiskiker úr sama efni og vinsælustu heitu pottarnir okkar og það kom svona líka vel út og vakti mikla athygli. Við seldum það ker nánast strax og voru margir sem vildu festa kaup á slíku. Þegar tækifæri gafst til í framleiðslunni þá steyptum við fleiri svona ker og nú bjóðum við til sölu með stolti. Tæknilegar upplýsingar um kerið má finna hér:

https://borgarplast.is/sjavarutvegur/700-pur-einangrad-ker/

Kerið er semsagt einangrað með Polyurethan sem heldur kulda betur en venjulegur pottur en ytra byrðið er úr sama sterka Polyethylene plasti og til dæmis heitu pottarnir okkar. Við vildum aðeins laga til útlitið og ákváðum þess vegna að steypa úr sama efni svo það tóni við heitu pottana okkar.

Við framleiddum líka einangrað lok sem smellpassar á pottinn og seljum saman kaldan pott með loki á aðeins 119.900 kr.

Smelltu hér til að hafa samband og panta kaldan pott með loki eða kíktu við í verslun okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ til að skoða

Vörukynning – Frauðkassar

Eftir Fréttir

Frauðkassar Borgarplasts

– Nytsamlegir í mörgu

Borgarplast hefur framleitt frauðplastkassa síðan á síðustu öld við góðan orðstír. Kassarnir eru mestmegnis notaðir í fiskvinnslum til flutnings á ferskum fiski milli landshluta, landa eða heimsálfa.

Kassarnir hafa líka verið vinsælir hjá veiðimönnum sem oft koma til okkar og kippa með sér kössum á leið úr bænum. Þeir sem hafa verið allra sniðugastir hafa svo fyllt kassana með klaka til að halda drykkjum köldum á leið í veiði og svo notað kassana til að halda aflanum ferskum í túrnum og á leiðinni heim.

Einnig hefur það verið vinsælt að nota kassana undir klaka í veislum því þeir halda vel kulda, eru léttir og meðfærilegir og svo er hægt að nota þá aftur og aftur þegar þarf að halda kulda eða hita.

Svo er hægt að skila kössunum aftur til okkar til förgunar en við endurvinnum frauðplast og notum til að búa til húsaeinangrun og höldum þannig hringrásarhagkerfinu gangandi.

Kíktu endilega til okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ eða Grænásbraut 501 að Ásbrú í Reykjanesbæ til að skoða og kaupa frauðkassa. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst með því að – smella hér –

Sjómannadagshelgin – Til hamingju sjómenn

Eftir Fréttir

Vikan byrjaði með Íslensku Sjávarútvegssýningunni í Fífunni miðvikudag til föstudags og svo á sunnudaginn var Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Við létum okkur ekki vanta á sýninguna og erum þakklát öllum þeim sem kíktu til okkar og spjölluðu um frauðkassana okkar og fiskikerin. Við kynntum á með stolti nýtt útlit á nokkrum stærðum af kössum sem eru mun betri en gömlu kassarnir.

Sjómannadagurinn

Sjómenn til hamingjuSunnudaginn 12. júní var svo Sjómannadagurinn og óskum við sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Við vonum að allir hafi notið helgarinnar með sínum nánustu.

Borgarplast hefur verið viðloðandi sjávarútveginn í áratugi, allt frá því fyrsta kynslóð fiskikerja var framleidd. Í dag framleiðum við einangruð fiskiker og frauðkassa sem notaðir eru til að flytja ferskan fisk. Borgarplast stendur vörð um gæði og verðmæti íslensks sjávarfangs.

Nýr fjármálastjóri Borgarplasts

Nýr Fjármálastjóri Borgarplasts

Eftir Fréttir
Nýr fjármálastjóri Borgarplasts

Andrés Helgi Hallgrímsson nýr fjármálastjóri Borgarplasts

Andrés Helgi Hallgrímsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Borgarplasts og tekur hann við af Ernu Eiríksdóttur. Andrés starfaði áður sem sölustjóri sjávarútvegslausna hjá Wise í tæp 6 ár.  Hann hefur viðtæka reynslu af fjármálum, rekstri og ráðgjöf og hefur verið fjármálstjóri og framkvæmdastjóri hjá ýmsum fyrirtækjum. Hann starfaði meðal annar sem framkvæmdastjóri hjá Omnis, Cintamani, Múlakaffi og A4.  Hann var áður fjármálstjóri Kraftvéla og KFD AS dótturfélags Kraftvéla sem var umboðsaðili Komatsu í Danmörku. Andrés er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Andrés er kvæntur Snædísi Kristinsdóttur og saman eiga þau þrjú börn.

“Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá Andrés til liðs við Borgarplast. Hann hefur ekki aðeins gríðarlega reynslu af rekstri fyrirtækja sem fjármálastjóri heldur hefur hann einnig starfað sem framkvæmdastjóri og þekkir rekstur fyrirtækja mjög vel. Framtíðin er björt hjá Borgarplasti og góður hópur starfsmanna tilbúin að takast á við þau tækifæri sem eru fram undan í okkar rekstri.” – Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri Borgarplasts

Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 og fhefur því verið leiðandi á sínu sviði í 51 ár.

Borgarplast framleiðir fiskiker, frauðkassa fyrir ferskan fisk, húseinangrun og ýmsar fráveitulausnir á borð við olíuskiljur, brunna og rotþrær. Í Mosfellsbæ rekur Borgarplast hverfisteypu fyrir fráveitulausnir og fiskiker. Borgarplast er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi ásamt því að selja fiskiker til allra heimsálfa. Í Reykjanesbæ starfrækir fyrirtækið frauðverksmiðju.

Borgarplast leggur áherslu á að nota endurvinnanleg hráefni og hefur verið leiðandi framleiðandi á vörum sem ætlaðar eru til hreinsunar á frárennsli frá fyrirtækjum og heimilum. Félagið hefur þannig alla sína tíð lagt sitt á vogaskálarnar í umhverfisvernd og þjónustu við fyrirtæki sem þurfa að uppfylla lög og reglugerðir um hreinlæti og umhverfisvernd.

Skemmd Olíuskilja – við löguðum!

Eftir Fréttir

Slysin gera víst ekki boð á undan sér en nýverið varð óhapp á framkvæmdastað þar sem starfsmaður á gröfu rak skófluna í nýja olíuskilju sem búið var að setja niður.

Við fengum fyrirspurn um það hvort hægt væri að laga skiljuna og eftir samráð við plastsmiðinn okkar var ákveðið að grafa skiljuna upp og koma með hana til okkar hingað í Mosfellsbæ.

Þegar skiljan kom hingað söguðum við brotna hlutann af, tæmdum skiljuna af möl og sandi sem hafði komist inn í hana og suðum nýjan hluta framan á hana til að skipta út þeim brotna.

Frá því óhappið átti sér stað þar til búið var að sækja skiljuna aftur eftir viðgerð liðu 5 dagar svo það er óhætt að segja að þessu var snarlega kippt í liðinn.

Borgarplast hefur framleitt hinar ýmsu skiljur, olíuskiljur, fituskiljur, sandskiljur, rotþrær, í hinum ýmsu stærðum og útfærslum í yfir 30 ár við góðan orðstír. Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu samhliða gæðavörum. Sölumenn okkar eru alltaf boðnir og búnir að aðstoða við val á skiljum og veita góð ráð eins langt og þau ná. Við erum með plast verkstæði og getum aðstoðað ef eitthvað fer úrskeiðis eins og í þessu tilviki.

Hafðu samband við okkur í síma 561 2211 eða með tölvupósti á borgarplast@borgarplast.is til að spyrjast fyrir um vörur okkar.

Kaldir pottar

Eftir Fréttir

Kaldir pottar

Við fáum daglega mikið af fyrirspurnum um kalda potta og við erum búin að vera í alls kyns pælingum um hvernig best væri að útfæra slíkt á sem hagkvæmastan hátt fyrir okkar viðskiptavini.

Nýverið kláruðum við að framleiða stóra pöntun fyrir erlendan markað af fiskikerjum, stærð 700. Þau voru í grænum lit og þegar við vorum búin að steypa þau þá prófuðum við að steypa eitt slíkt ker úr sama efni og Fjörugrái potturinn okkar. Þessi tilraun kom svona skemmtilega út svo við steyptum eitt lok úr sama efni.

Eins og sést á myndunum þá kemur þetta bara nokkuð vel út og sýnir að hægt er að græja svona með minni tilkostnaði. ATH að 700 kerið tekur 700 lítra af vatni og þess vegna er það kannski aðeins of stórt fyrir svona en gefur okkur allavega innsýn inn í hvað við getum gert og við getum steypt minni ker í þessum sama lit og potturinn.

Við erum með kalda kerið til sýnis við hliðina á pottinum okkar að Völuteig 31 og við strákarnir, Kristján og Marcelo, tökum vel á móti þér alla virka daga milli kl 8.00 og 16:00.