Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Engar gjaldskrárhækkanir um áramót

Eftir Fréttir

Stjórnendur Borgarplasts hafa ákveðið að fara ekki í neinar gjaldskrárhækkanir um áramót og munum við halda verði óbreyttu eins lengi og hægt er. Við viljum leggja okkar á vogarskálarnar til að ná niður verðbólgu og höfum við þess vegna nú þegar lækkað verð á fjölmörgum vörunúmerum hjá okkur. Á nýju ári munum við leggjast yfir verðskrána og lækka þær vörur sem við getum en aðrar vörur munu standa í stað.

Við höfum líka ákveðið að framlengja tilboðum sem áttu að gilda til áramóta um óákveðinn tíma og tekur það m.a. til salt- og sandkista sem hafa verið á tilboði í allt haust á töluvert lækkuðu verði aðeins 89.900 kr.

Rýmingarsalan á ljósgráum hitaveituskeljum heldur áfram á meðan birgðir endast ásamt því að tilboð á plastbrettum heldur áfram. Svo engar verðhækkanir hjá Borgarplasti um áramót.

Endilega fylgið okkur á samfélagsmiðlum til að fylgjast með þegar við kynnum tilboð eða lækkað verð á ákveðnum vörum.

Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleði og friðar á nýju ári.

Jólakveðja Borgarplasts

Eftir Fréttir

Árið 2023 hefur heldur betur verið viðburðaríkt hjá okkur í Borgarplasti. Hæst ber að nefna að í lok sumars var gengið frá sölu Borgarplasts til Umbúðamiðlunar. Við söluna var fyrirtækinu skipt upp og Umbúðamiðlun tók við rekstri hverfisteypudeildarinnar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ en nýtt félag var stofnað um reksturinn á frauðplastdeildinni að Ásbrú í Reykjanesbæ. Nýja félagið heitir Formar ehf og er með símanúmerið 561-2210 og netfangið formar@formar.is.

Hverfisteypudeildin að Völuteig 31 í Mosfellsbæ framleiðir hinar ýmsu vörur úr Polyethylene plasti eins og rotþrær, fiskiker, vegatálma, saltkistur, olíuskiljur, fituskiljur, sandskiljur, fráveitubrunna, kapalbrunna, heita potta, sandföng, línubala og margt fleira tengt fráveitu. Sú framleiðsla heldur áfram óbreytt en með nýjum eigendum verður áhersla lögð á að halda áfram því mikla nýsköpunarstarfi sem fyrrum eigandi og einn stofnenda Borgarplasts hafði í hávegum. Við erum full tilhlökkunar að hefja nýtt ár af krafti og halda áfram að eiga gott samstarf með viðskiptavinum okkar, veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæðavörur.

Við erum einnig mjög stolt og glöð að tilkynna að nú fást fráveituvörur okkar í verslunum BYKO og á nýju ári mun úrvalið af vörum Borgarplasts aukast hjá BYKO. Við erum sérstaklega spennt fyrir þessu samstarfi og ánægjulegt að viðskiptavinir okkar geti nú fengið Borgarplast vörur víðar.

Starfsfólk Borgarplasts óskar viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við erum sérstaklega þakklát fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu og hlökkum til að taka á móti nýju ári með ykkur.

Opnunartími Borgarplasts um hátíðarnar

Eftir Fréttir

Skrifstofa og verksmiðja Borgarplasts að Völuteig 31 í Mosfellsbæ verða opnar sem hér segir þessa síðustu daga desember 2023:

  • Miðvikudagur 20. desember – fimmtudagur 21. desember 8:00 – 16:00
  • Föstudagur 22. desember 8:00 – 14:00
  • Laugardagur 23. desember – þriðjudagur 26. desember LOKAÐ
  • Miðvikudagur 27. desember – föstudagur 29. desember 8:00 – 16:00
  • Laugardagur 30. desember – mánudagur 1. janúar LOKAÐ
  • Opnum þriðjudaginn 2. desember kl. 8:00 – 16:00

Minnum á netfangið okkar borgarplast@borgarplast.is og einnig er hægt að senda okkur skilaboð á samfélagsmiðlum okkar Facebook eða Instagram.

Tilboð sem gilda út desember 2023

Eftir Fréttir

Nú í haust buðum við tilboð og hinum ýmsu vörum og gilda þau tilboð til áramóta og því stuttur tími eftir af gildistíma þeirra tilboða. Rennum aðeins yfir þessi tilboð sem gilda til áramóta.

Saltkistur

Ástæðan fyrir því að þessi yfirferð byrjar á saltkistunum er sú að við höfum ekki haft undan að taka á móti og afgreiða pantanir á saltkistum í dag. Engan skyldi þó undra þar sem það hefur verið fljúgandi hálka í dag víða um land. Tilboðsverðið á saltkistunum okkar og gildir til áramóta er 89.900 kr. m/VSK en fullt verð áður var 118.900 kr. Við erum einnig með tilboð á saltkistum fullum af salti á aðeins 119.900 kr. m/VSK.

Lagerstaðan er lág eftir daginn en á næstu dögum munum við framleiða meira til að geta annað eftirspurn. Heyrðu í sölumönnum okkar með því að hringja í síma 561-2211 eða með því að senda póst í gegnum fyrirspurnarformið hér fyrir neðan.

Heitur pottur – ljósgrár með loki

Við erum að hætta með þennan lit á heitum potti og buðum því upp á geggjaða rýmingarsölu á ljósgráum hitaveituskeljum ásamt loki á aðeins 249.900 kr m/VSK en fullt verð var 359.800 kr m/VSK. Ljóst að þarna er um hörku tilboð að ræða og nú eru aðeins 4 sett eftir á þessu tilboði sem gildir líka til áramóta. Hafið samband og tryggið ykkur hitaveituskel og lok með því að hringja í síma 561-2211 eða hafið samband í gegnum fyrirspurnarformið hér fyrir neðan.

Vörubretti úr plasti

Allar tegundir vörubretta úr plasti eru á tilboði til áramóta og hægt er að skoða verðið og upplýsingar um hverja tegund og stærð hér: – Plastbretti – 

Hafið samband og tryggið ykkur plastbretti á afslætti með því að hringja í síma 561-2211 eða hafið samband í gegnum fyrirspurnarformið hér fyrir neðan.

    Vegatálmar úr plasti

    Eftir Fréttir

    Borgarplast er yfir 50 ára gamalt fyrirtæki og í gegnum tíðina höfum við sett á markað hinar ýmsu vörur úr plasti. Fyrir rúmum 20 árum síðan byrjuðum við að framleiða vegatálma úr plasti sem voru hannaðir í samráði við Vegagerðina sérstaklega til að stýra umferð þar sem búið var að draga úr ökuhraða.

    Vegatálmarnir eru ekki nema 24 kg að þyngd þegar þeir eru tómir en eru hannaðir þannig að auðvelt er að fylla þá t.d. með vatni til að þyngja þá. Þeir taka allt að 330 lítra af vatni og eru þá orðnir 354 kg fullir. Hægt er að tengja þá saman og snúa í allt að 26° í læstri stöðu. Þannig er t.d. hægt að tengja margar saman og nóg að fylla annan eða þriðja hvern með vatni til að halda keðjunni saman og koma í veg fyrir að hún fjúki eða færist.

    Vegatálmarnir staflast vel hvor ofan á annan í geymslu og því einstaklega meðfærilegir og þægilegir í geymslu og umgengni. Hægt er að koma fyrir viðvörunarljósum í vegatálmunum og við eigum slík ljós til á lager sé þeirra óskað.

    Við höfum hingað til framleitt mest af rauðum og hvítum tálmum en við getum boðið upp á fleiri liti og m.a. eru til sýnis gulur og blár í sýningarsal okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ.

    Vegatálmarnir henta einstaklega vel til að stýra umferð eða loka fyrir umferð, hvort sem er fótgangandi eða akandi. Þeir eru léttir og þægilegir í meðförum, auðveldir í geymslu og fara betur með lakk á bílum sem óvart er ekið utan í þá. Heyrið endilega í sölumönnum okkar og fáið tilboð í vegatálma fyrir ykkar fyrirtæki eða stofnun, við tökum alltaf vel á móti ykkur.

    Senda fyrirspurn vegna vegatálma

      Vörubretti úr plasti fyrir matvæla- og lyfjaiðnað

      Eftir Fréttir

      Borgarplast hefur frá árinu 1983 framleitt vörubretti úr plasti sem henta einstaklega vel þar sem gerðar eru miklar kröfur um hreinlæti. Brettin eru gerð úr Polyethylene plasti sem samþykkt er til matvælaframleiðslu og henta því einstaklega vel fyrir matvæla- og lyfjaiðnaðinn.

      Við bjóðum upp á mismunandi stærðir og gerðir af brettum sem henta þá mismunandi verkefnum. Brettin eru sérstaklega hugsuð fyrir matvæla- og lyfjafyrirtæki þar sem gerðar eru strangar kröfur um hreinlæti. Brettin þola allt að 1.000 kg burð ef þau standa á sléttum flöt en 300 kg í hillum. Plastbrettin hafa mjög langan endingartíma sé vel farið með þau og staflast vel hvert ofan á annað. Við höfum lækkað verð á plastbrettunum okkar og bjóðum nú aukalega 20% afslátt af brettunum til áramóta. Sjá verðskrá hér fyrir neðan.

      Frekari upplýsingar um plastbretti Borgarplasts hér: https://borgarplast.is/sjavarutvegur/vorubretti/

      Pantanir og fyrirspurnir:

      Sími: 561-2211
      Tölvupóstur: borgarplast@borgarplast.is

      Verðskrá Vörubretta úr plasti

      *Gildir til 31. desember 2023

      Það er kominn vetur

      Eftir Fréttir

      Eitt er víst að við stjórnum ekki veðrinu og fáum engu breytt með árstíðirnar. En við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við og þá er vissara að vera undir það búin þegar veturinn kemur af fullum þunga. Borgarplast hefur um árabil framleitt salt- og sandkistur í verksmiðjunni okkar að Völuteig í Mosfellsbæ og hafa þær notið mikilla vinsælda enda sérstaklega gerðar fyrir íslenskar aðstæður. Og íslenskar aðstæður kalla heldur betur eftir því að saltkistur séu til taks við íþróttavelli, fjölbýlishús, í botnlöngum, við fyrirtæki, skrifstofubyggingar, leikvelli, skóla og fleiri staði þar sem nauðsynlegt er að geta saltað og komið í veg fyrir hálku.

      Við erum á fullu að framleiða salt- og sandkistur og við ætlum núna að bjóða enn betra verð á saltkistunum okkar fram að áramótum. Nú bjóðum við saltkistur á aðeins 89.900 kr. og aðeins 119.900 kr. með salti þannig að þú getur komið og fengið allt sem þú þarft í einni ferð.

      Hægt er að lesa meira um saltkisturnar hér:

      Saltkistur Borgarplasts

      Kíkið á okkur, hringið í síma 561-2211 eða sendið tölvupóst á borgarplast@borgarplast.is til að panta eða fræðast um saltkisturnar okkar.

      Hafðu samband - Senda fyrirspurn

      Rýmingarsala á ljósgráum pottum með loki

      Eftir Fréttir

      Rýmingarsala

      Við rýmum til á lagernum hjá okkur og bjóðum því sérstakt tilboð á ljósgráum heitum pottum. Við erum að hætta með litinn og við eigum ennþá nokkrar skeljar á lager eftir sumarið og bjóðum því ljósgráar skeljar með loki á aðeins 249.900 kr. m/VSK.

      Aðeins eru ljósgráar skeljar í boði á þessu tilboði en hægt er að velja um bæði brún eða dökkgrá lok (!!Uppfært 5. október – aðeins eru dökkgrá lok eftir á lager). Tilboðið gildir á meðan birgðir endast og eins og gefur að skilja um takmarkað magn að ræða.

      Við erum búin að stilla upp ljósgrárri skel í sýningarsal okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ og tekur tilboðið gildi í dag, 29. september og gildir á meðan birgðir endast. Kjörið tækifæri til að ná sér í æðislegan heitan pott sem er íslensk framleiðsla ásamt vönduðu loki sem einnig er íslensk framleiðsla.

      Til að panta má senda tölvupóst á borgarplast@borgarplast.is, hringja í síma 5612211 eða koma á staðinn á Völuteig 31 í Mosfellsbæ. Við tökum vel á móti ykkur.

      Borgarplast framleiðir ekki lengur frauðplastvörur

      Eftir Fréttir

      Nýjir eigendur tóku nýverið við Borgarplasti og við eigendaskiptin var starfseminni skipt upp og frauðplastframleiðslan flutt í nýtt fyrirtæki sem heitir Formar.

      Formar framleiðir og selur einangrunarplast og kassa úr frauðplasti og bendum við áhugasömum á að leita til þeirra með slíkar vörur. Símanúmer Formar er 561-2210 og verksmiðjan og afgreiðslan er að Grænásbraut 501, Ásbrú, Reykjanesbæ.

      Borgarplast selur ekki lengur einangrun eða frauðkassa úr verksmiðjunni að Völuteig 31 í Mosfellsbæ en við bendum þess í stað á Formar.

      Netföng Formar eru þessi:

      magnea@formar.is – Söludeild

      daniel@formar.is – Söludeild

      pontun@formar.is – Pantanir

      formar@formar.is – Önnur erindi

      Breytingar á eignarhaldi Borgarplasts

      Eftir Fréttir

      Borgarplast var stofnað árið 1971. Fyrstu framleiðsluvörur fyrirtækisins voru frauðplast einangrun en skömmu síðar var hverfisteypudeild stofnuð og voru fyrstu framleiðsluvörurnar plastbrúsar. Síðan þá hefur mikil þróun átt sér stað innan fyrirtækisins og framleiðsluvörum fjölgað.

      Árið 2018 urðu breytingar á eignarhaldi þegar Guðni Þórðarson, einn stofnenda og aðaleigandi félagsins seldi fyrirtækið til framtakssjóðsins Alfa Framtak. Borgarplast sameinaðist þá Plastgerð Suðurnesja og var öll frauðplastframleiðsla færð á Ásbrú í Reykjanesbæ en hverfisteypuverksmiðjan var áfram í Mosfellsbæ.

      Nú í sumar 2023 urðu svo aftur breytingar á eignarhaldinu þegar Umbúðamiðlun keypti hverfisteypuverksmiðjuna ásamt nafninu Borgarplast. Frauðplastdeildin varð eftir í eigu framtakssjóðsins en verður hér eftir rekin undir nafninu Formar og verður verksmiðjan áfram að Ásbrú í Reykjanesbæ. Pöntunarsíminn fyrir frauðplastið verður ennþá sá sami, 561 2210.

      Umbúðamiðlun tekur nú við hverfisteypudeild Borgarplasts og eru spennandi tímar framundan hjá Borgarplasti. Umbúðamiðlun var stofnað árið 1996 og er tilgangur félagsins rekstur og miðlun umbúða og ýmis þjónusta við fiskmarkaði, kaupendur, seljendur og aðra aðila. Umbúðamiðlun hefur frá stofnun félagsins notað fiskiker frá Borgarplasti í sínum leigurekstri og í dag eru um 60.000 fiskiker í leigukerfi félagsins.

      Nýjir eigendur Borgarplasts munu áfram viðhalda þeim gæðakröfum sem hafa verið við lýði hjá Borgarplasti frá stofnun og halda áfram að veita viðskiptavinum félagsins framúrskarandi þjónustu. Framtíðarstefna Borgarplasts er að verða leiðandi í vöruþróun og nýsköpun á sviði hverfisteypu.

      Skrifstofur, afgreiðsla og framleiðsla mun áfram vera að Völuteig 31 í Mosfellsbæ, símanúmerið verður það sama 561 2211 og netfangið verður áfram borgarplast[hjá]borgarplast.is og Marcelo Aubert og Kristján Benediktsson munu áfram bjóða viðskiptavini velkomna og sinna fyrirspurnum og pöntunum.

      Við starfsfólk Borgarplasts og Umbúðamiðlunar hlökkum til að eiga áfram ánægjuleg samskipti við viðskiptavini okkar og minnum á að það er alltaf heitt á könnunni hjá Borgarplasti að Völuteig 31 í Mosfellsbæ.