Skip to main content
All Posts By

Borgarplast

Eftir Fréttir

Plastbretti fyrir matvæla- og lyfjafyrirtæki

Borgarplast hefur um árabil framleitt vörubretti úr plasti sem henta einstaklega vel þar sem gerðar eru auka kröfur um hreinlæti og viðarbretti eru ekki kostur. Brettin eru gerð úr Polyethylene plasti sem samþykkt er til matvælaframleiðslu.

Við bjóðum upp á mismunandi stærðir og gerðir af plastbrettum sem henta mismunandi aðstæðum hverju sinni. Brettin eru sérstaklega hugsuð fyrir matvæla- og lyfjafyrirtæki en þar eru gerðar strangar kröfur um hreinlæti eins og gefur að skilja. Brettin þola allt að 1.000 kg burð ef þau standa á sléttum flöt en annars 300 kg ef þau eru í hillum þar sem aðeins er burður undir sitthvorum enda. Plastbrettin gefa viðarbrettum ekkert eftir í styrk og þau endast og endast sé vel farið með þau. Þau staflast vel hver ofan á annað.

Við getum boðið upp á mismunandi liti af brettunum en sölumenn okkar eru til þjónustu reiðubúnir til að ráðleggja um besta kostinn í stöðunni fyrir þig.

Hafðu samband í gegnum fyrirspurnarformið hér að neðan eða hringdu í síma 561-2211 og leitaðu tilboða hjá sölufólki okkar.

Hægt er að skoða stærðir og gerðir hér: PLASTBRETTI

    Gleðilegt Nýtt Ár

    Eftir Fréttir

    Gleðilegt nýtt ár

    Starfsfólk og eigendur Borgarplasts óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Við vonum að árið verði ykkur gott og við hlökkum til að veita ykkur góða þjónustu og gæðavörur á nýju ári.

    Síminn í söludeildinni er 561-2211 og netfangið er borgarplast@borgarplast.is

    Upplýsingar um ákveðna tengiliði innan fyrirtækisins má svo finna hér:

    Starfsfólk Borgarplasts

    Jólakveðjur

    Eftir Fréttir

    Starfsfólk Borgarplasts óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári.

    Engin afgreiðsla í frauðinu í dag

    Eftir Fréttir

    Vegna gríðarlegs fannfergis, slæmrar færðar og slæms veðurs komast starfsmenn okkar á Ásbrú ekki til vinnu nú í morgunsárið. Af þeim sökum neyðumst við til að fella niður alla afgreiðslu á frauðplasti í dag. Við munum taka stöðuna þegar líður á daginn.

    Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en biðlum til allra að sýna skilning á þessu þar sem við stjórnum jú ekki veðrinu.

    Bestu kveðjur,

    Starfsfólk Borgarplasts

    Olíuskiljur á leið á verkstað

    Olíu- og fituskiljur

    Eftir Fréttir

    Olíu- og fituskiljur

    Olíuskiljur og fituskiljur hafa það hlutverk að skilja olíu eða fitu frá affallsvatni. Mengað vatn rennur þannig inn í skiljuna og í ferli þar sem olían er skilin frá vatninu og verður eftir í skiljunni. Lokastig ferilsins er þá að skila hreinu vatni áfram í fráveitu og þaðan út í náttúruna.

    Allt nýtt atvinnuhúsnæði þar sem unnið er með olíu, fitu, grút, lýsi, lífefnaeldsneyti og fleira sem skilar sér í fráveituvatn skal búið fitu eða olíuskilju. Borgarplast hefur í rúma tvo áratugi framleitt hvers kyns skiljur; olískiljur, fituskiljur og sandskiljur.

    Við höfum sérsmíðað skiljur fyrir allt frá risavöxnum bílaplönum á stórum athafnasvæðum niður í litlar fituskiljur fyrir lítil atvinnueldhús. Allar skiljur þurfa að vera smíðaðar eftir ákveðnum stöðlum sem samþykktir eru af Umhverfisstofnun. Við bjóðum upp á heildarlausnir við allar skiljur, þ.e.a.s skiljurnar sjálfar, upphækkanir fyrir mannop, vöktunarbúnað, lok og annað sem þarf í svona skiljur. Við getum einnig aðstoðað við val á réttri skilju fyrir hvers kyns rekstur.

    Ef við tökum dæmi um húsnæði þar sem gerð er krafa um olískilju 4 í NS flokki 2. Skiljan verður grafin á tveggja metra dýpi og þarf að þola að þungaumferð aki yfir hana. Þá vinnum við með olíuskilju með vörunúmer 44258U en sú skilja er 1,2m í þvermál, 3,32 m að lengd og hefur 3.400 lítra vökvarúm. Það sem þyrfti til í svoleiðis skilju er skiljan sjálf, 1 meters upphækkun á mannopi og svo flotkarm með loki sem þolir þungaumferð. Svo þarf vöktunarbúnað til að fylgjast með þegar tími er kominn til að tæma skiljuna af olíu. Svona skilja með öllu myndi kosta samtals 962.928 kr. M/VSK.

    Við sérsmíðum allar olíuskiljur og fer afhendingartíminn eftir því hversu stór skiljan er og svo verkefnastöðunni í verksmiðjunni. Öll smíði fer fram hér að Völuteig í Mosfellsbæ þar sem við framleiðum tankana, framlengingarnar og rörin sem fara í svona skilju. Allt saman er þetta íslensk framleiðsla. Til þess að gera framleiðsluna eins umhverfisvæna og mögulegt er blöndum við endurunnu plastefni út í uppskriftina. Við notum þá afskurð sem fellur til við framleiðslu á skiljum, kurlum það niður í duft sem við síðan blöndum saman við nýtt efni. Með þessari aðferð drögum við stórkostlega úr förgun á plastefni sem fellur til við framleiðsluna og gröfum þess í stað í jörð í formi olíuskilju sem hefur það hlutverk að skilja olíu frá vatni og skila hreinu vatni út í náttúruna að nýju.

    Veljum íslenskt og styðjum við íslenskan iðnað og atvinnulíf.

    Saltkistur fyrir hállku

    Bætt þjónusta hjá Borgarplasti

    Eftir Fréttir

    Nú er kominn vetur með öllu tilheyrandi og vissara að vera við öllu búin fyrr en seinna. Frá árinu 1987 höfum við framleitt salt- og sandkistur sem finna má við bílastæði, götur og gangstéttar víða um land.

    Hægt er að skoða frekari upplýsingar um kisturnar hér:

    https://borgarplast.is/salt-og-sandkistur/salt-og-sandkista/

    Nú bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á þá nýjung að koma og kaupa saltkistu og fá saltið í hana hjá okkur líka. Við ákváðum að bæta þjónustuna við viðskiptavini okkar þannig að þeir þurfi ekki að leita lengra til að fá saltið í kisturnar, allt til hjá okkur. Við getum líka útbúið lokunarbúnað (hespur) á lokið til að minnka líkur á því að lokin fjúki upp í vetrarveðrum.

    Þau fyrirtæki, einstaklingar og húsfélög sem nú þegar eru svo heppin að eiga saltkistur frá okkur geta líka komið með kisturnar og fyllt á þær fyrir veturinn gegn vægu gjaldi.

    Ekki bíða eftir hálkunni og snjónum með að festa kaup á saltkistum fyrir bílastæðið, planið, göngustíginn eða hvar sem gangandi vegfarendur fara um. Vertu á undan og vertu tilbúin/n.

    Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 561-2211 eða á borgarplast@borgarplast.is til að ná þér í saltkistu fulla af salti fyrir veturinn.

    Eldur í geymslu við verksmiðju Borgarplasts

    Eftir Fréttir

    Eins og fram hefur komið í fréttum braust út eldur í geymslu við verksmiðju Borgarplasts að Ásbrú í Reykjanesbæ í gær. Verksmiðjan að Ásbrú framleiðir eingöngu einangrun og kassa úr frauðplasti.

    Slökkvilið var kallað út og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Sem betur fer sakaði engan en ljóst er að eitthvað eignatjón hefur orðið. Hér fyrir neðan er tilkynning frá Borgarplasti sem send var okkar föstu viðskiptavinum.

    Tilkynning til viðskiptavina

    Kæri viðskiptavinur,

    Eins og þú hefur kannski séð í fréttum eða frétt af þá kviknaði eldur í geymsluhúsnæði sem stendur við hlið verksmiðju okkar í gær.  Greiðlega gekk að slökkva eldinn og allir sluppu ómeiddir og um óverulegt tjón er að ræða.  Óhjákvæmilega barst smávægilegur reykur inn í verksmiðjuna en var hún strax reykræst og gekk það vel þar sem við erum með mjög öflugan loftræstibúnað í verksmiðjunni.

    Eins og þið vitið er frágangurinn á pallettunum frá okkur þannig að kössunum er staflað þannig að þeir eru lokaðir á pallettunum og svo eru allar pallettur vel plastaðar með lokun bæði á toppi og botni einnig. Við höfum núna í morgunsárið tekið prufur og höfum ekki fundið neina lykt innan úr kössum sem voru á lager en við viljum upplýsa ykkur um þetta og biðja ykkur um að vera á varðbergi ef þið finnið lykt af einhverjum kössum frá okkur þá tökum við þá að sjálfsögðu tilbaka.

    Með von um skilning og áframhaldandi gott samstarf,

    Starfsfólk Borgarplasts

    Ný vél sem endurvinnur plast afskurð tekin í notkun

    Eftir Fréttir

    Umræðan um plastmengun hefur verið hávær undanfarin ár og við sem störfum hjá Borgarplasti höfum ekki farið varhluta af því. Við erum ítrekað spurð af vinum og ættingjum hvort okkar bransi sé ekki mengandi og þá erum við einnig spurð að því hvernig sé að vinna hjá fyrirtæki í plastiðnaði. Við viljum með þessari grein aðeins ítreka þau svör sem við gefum við þessum spurningum.

    Borgarplast – Íslenskt fyrirtæki í yfir hálfa öld

    Borgarplast var stofnað árið 1971 og rekur tvær verksmiðjur á Íslandi. Borgarplast hefur verið rekið á sömu kennitölu frá stofnun eða í rúmt 51 ár og hefur fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir umhverfisvernd. Í verksmiðjunni okkar að Völuteig 31 í Mosfellsbæ framleiðum við hinar ýmsu vörur úr Polyethylene (PE)  sem er sterkt og endingargott plastefni.

    Olíuskilja í smíðum

    Við framleiðum sem dæmi olíuskiljur sem nú eru skylda að hafa við öll atvinnu og iðnaðarsvæði. Olíuskilja er grafin í jörð og tekur við affallsvatni sem mögulega er smitað af olíu af einhverju tagi. Ef við tökum dæmi af stóru bílastæði er líklegt að það leki olía úr bílum sem þar leggja. Þegar rignir blandast olían við rigningarvatn sem fellur á bílastæðið og fer í niðurfallið á bílastæðinu. Olíublandað vatnið fer svo í olíuskiljuna og flýtur ofan á vatninu. Vatnið fer síðan í gegnum ferli í olíuskiljunni og er skilið frá olíunni sem verður eftir í skiljunni en hreint vatn rennur svo úr skiljunni og áfram í fráveitukerfið og þaðan út í umhverfið. Svo er vöktunarbúnaður í skiljunni sem lætur vita þegar skiljan er full, olíunni er þá dælt upp og fargað á umhverfisvænan hátt.

    Við framleiðum líka rotþrær, fitu- og sandskiljur ásamt ýmsum öðrum  fráveituvörum. Það sem PE hefur fram yfir mörg önnur efni er hversu létt það er en á sama tíma sterkt og endingargott. Svona tankar endast í tugi, ef ekki hundruð ára og menga ekki út frá sér og það hversu léttir þeir eru miðað við önnur efni hefur margvíslega umhverfisvæna kosti í för með sér.

    Endurunnið plastduft kemur úr vélinni

    Fyrr á þessu ári tókum við í notkun vél sem malar niður allan  afskurð sem fellur til við framleiðsluna hjá okkur. Vélin malar efnið niður í duft sem við notum síðan til að framleiða vörurnar okkar. Undanfarið höfum við notað endurunna efnið í hinar ýmsu vörur með mjög góðum árangri. Við höfum til dæmis notað afskurð af heitum pottum til að steypa fiskiker sem við höfum  selt sem kalda potta.

    Það sem við fáum út úr þessu er að við þurfum að flytja inn minna magn af hráefni og þannig dregið úr innflutningi plasts. Við höfum líka dregið verulega úr úrgangi frá verksmiðjunni okkar og förgun á afgangs plastefni. Með þessum hætti framleiðum við umhverfisvænni vörur.

    Hér má sjá myndband sem sýnir ferlið: https://youtu.be/gMURE93dbNw 

    Frauðplast

    Í verksmiðju okkar að Ásbrú í Reykjanesbæ framleiðum við kassa og einangrun úr Expandable polystyrene (EPS) sem flestir þekkja sem frauðplast. Kassarnir eru notaðir til að halda kælingu á ferskum fiski sem fluttur er úr landi hvort sem er með flugi eða skipum. Íslenskar sjávarafurðir eru mjög mikilvæg útflutningsvara sem er þekkt víða um heim sem gæðavara og vegna þessa eru frauðkassarnir besta lausnin við að halda ferskleika og gæðum sjávarafurða við útflutning. Kolefnisfótspor þess að fiskur skemmist í flutningi er umtalsvert meira en framleiðslan á kössunum en þeir fara svo í endurvinnslu erlendis þegar búið er að nota þá við flutning.

    Einangrunin er svo notuð í húsabyggingar til að halda hita á húsum Íslendinga og sparar þannig orkunotkun við að hita upp hús um vetur og í köldum veðrum. Borgarplast er í samstarfi við Sorpu um að taka á móti og endurnýta EPS sem skilað er til Sorpu. Sem dæmi þegar keypt er ný þvottavél eða nýtt sjónvarp þá er vörunum oftar en ekki pakkað í EPS til að verja vörurnar hnjaski. Almenningur skilar svo þessu EPS til Sorpu og við sækjum það þangað, kurlum það niður í þar til gerðri vél og notum að hluta til í einangrunarplast. Þannig að innflutt EPS er endurnýtt og komið fyrir í veggjum, loftum og gólfplötum húsa á Íslandi. Þannig náum við að viðhalda hringrásarhagkerfinu og plastið er bundið í húsunum í tugi eða hundruð ára. Hægt er að skoða myndband sem gert var um þetta ferli á Youtube með því að smella hér: https://www.youtube.com/watch?v=ZS-MdISkPWc

    Umhverfisvernd er maraþon

    Við gerum því allt sem við getum til að huga að umhverfinu og þó við séum að framleiða vörur út plasti þá erum við ávallt að huga að umhverfinu og leggja okkar af mörkum við að gera það á sem umhverfisvænastan hátt og huga að hringrásarhagkerfinu. Umhverfisvernd er stöðug barátta en í þessu gerir margt smátt eitt stórt. Við erum stolt af því að starfa hjá fyrirtæki sem er umhugað um umhverfið og svörum öllum svona spurningum með bros á vör.

    Frostið er að koma!

    Eftir Fréttir

    Veðurspáin er á þá leið að nú fer að kólna hressilega með tilheyrandi vandamálum eins og hálku. Borgarplast framleiðir salt-og sandkistur sem henta einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður enda hannaðar og framleiddar á Íslandi. Kistan tekur um 400 lítra svo hægt er að setja vel af salti eða sandi í hana svo alltaf sé hægt að bregðast við þegar snöggkólnar og hálka myndast á gangstéttum og bílastæðum.

    Kistan sjálf er einbyrgð en lokin eru tvöföld, opnast alla leið niður og leggjast niður með bakhliðinni svo þau spennist ekki af ef vinhviða feykir þeim upp eða annað óhapp á sér stað. Kisturnar staflast hver ofan á aðra svo þær taka lítið pláss ef fyrirtæki vilja eiga í magni til að geta brugðist hratt við.

    Við eigum alltaf til salt-og sandkistur á lager svo einfalt mál er að rúlla við og sækja kistu eða heyra í okkur í síma 561-2211 eða með því að senda okkur tölvupóst.

    Hausttilboð á heitum pottum – Aðeins 269.900 kr.

    Eftir Fréttir, Tilboð

    Haustið er komið og við erum í stuði eins og alltaf. Við ætlum að bjóða upp á hausttilboð á heitum pottum með loki á aðeins 269.900 kr. Fullt verð er 329.800 svo þetta er ríflegur afsláttur.

    Potturinn okkar er hringlaga, tekur 1.250 lítra og hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru með hitaveitu og vilja ekki flækja lífið með of flóknum búnaði. Lokið er svo sérsmíðað á Íslandi fyrir skelina okkar. Allt saman íslensk framleiðsla.

    Hægt er að lesa meira um hausttilboðið okkar hér:

    Heitir Pottar

    Hafið samband við okkur í síma 561 2211, kíkið á okkur að Völuteig 31 í Mosfellsbæ eða hafið samband HÉR